Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hvað gerir bæjarstjóri? spurðu elstu börnin í Hlíðarendaleikskóla þegar þau heimsóttu Valdimar Víðisson bæjarstjóra nú í morgun. Börnin komu með strætó, stoppuðu á Thorsplani og sungið nokkur lög. Þau héldu svo aftur út í daginn eftir vel heppnaða heimsókn til bæjarstjóra.
Hvað gerir bæjarstjóri, spurðu elstu börnin í Hlíðarendaleikskóla þegar þau heimsóttu Valdimar Víðisson nú í morgun. „Ég tek á móti gestum og þetta er skemmtilegasta heimsóknin núna, að fá að hitta ykkur öll,“ svaraði hann.
Elsti bekkur Hlíðarenda heimsækir bæjarstjórann árlega. Rétt eins og þessi fimm til sex ára börn, sem eru á leið í grunnskóla í haust, hittu bæjarstjórann á skrifstofunni í fyrsta sinn, var þetta í fyrsta sinn sem Valdimar, sem tók við stjórnartaumunum í ársbyrjun, hitti leikskólabörnin!
Valdimar lýsti því hvernig bæjarstjóri tæki á allskonar málum. Samræðurnar voru líflegar. Börnin vildu vita margt: Hver er uppáhalds bókin þín? Þekkir þú forsetann? Hvað er uppáhalds blómið þitt?
Valdimar upplýsti að spennusögur væru hans uppáhald. Hvað eru spennusögur? var þá spurt og útskýrt um hæl. En finnst þér fíflar flottir? „Já, ég elska gular breiður,“ sagði hann.
Börnin vildu líka sjá úrbætur á skólalóðinni sinni. Þau telja að það vanti leikstrætó. Valdimar sagði þeim að það þyrfti reglulega að laga lóðir bæjarins og skoða sérstaklega grunn- og leikskólalóðir. En hvernig er leikskólastrætó? spurði hann. Börnin útskýrðu það og að þau vildu líka flugvélaþotu.
Börnin buðu svo bæjarstjóra í heimsókn. Þau hafa síðasta hálfa mánuðinn föndrað og byggt upp Hafnarfjarðarbæ, einstakt listaverk, sem börnin setja upp frá grunni ár hvert – nýr hópur. Þau töldu upp hvað hvert þeirra hefði gert: Ég gerði sundlaug. Ég gerði flugvöll, ég gerði…. Hljómaði úr sófasettinu á bæjarskrifstofunni. Þar var þéttsettið.
Valdimar sagði börnunum frá því að stefnt væri að því að Hafnarfjörður yrði viðurkenndur á haustmánuðum sem barnvænt samfélag. „Það þýðir að við þurfum svo sannarlega að hlusta á það sem þið segið,“ sagði hann. Þau mættu hafa skoðanir á hlutum og láta vita af því sem þau vildu sjá betra og bætt.
„Já, ég kem á mánudaginn og sé verkið ykkar,“ sagði hann að lokum. Svo var slegið í hópmynd og börnin, sem höfðu komið með strætó, stoppað á Thorsplani og sungið nokkur lög, héldu aftur út í daginn eftir vel heppnaða heimsókn til bæjarstjóra.
Já, framtíðin er björt í barnvænu samfélagi.
Margt var um manninn þegar hafnfirski Siglingaklúbburinn Þytur hélt upp á hálf-aldarafmæli félagsins í húsakynnum Þyts við höfnina í gær,…
12 ára og yngri mega vera úti til klukkan 22 á kvöldin. 13 til 16 ára mega vera úti til…
Víkingahátíð, listasýningar, spjall um list og lestur á pólsku. Helgin er troðfull af gullmolum.
Nýir ærslabelgir hafa bæst við hóp belgjanna hér í Hafnarfirði. Einn er í Ljónagryfjunni á Eyrarholti. Hinn á Hörðuvöllum. Já,…
Hamranesskóli verður tekinn í notkun í þremur áföngum og sá fyrsti eftir ár. Ístak varð hlutskarpast í útboði og gengið…
Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar opnar að Strandgötu 8-10 stundvíslega kl. 8 þann 18. júní. Opið hús verður milli kl. 13-17 á þjóðhátíðardaginn…
Verk samtímamannanna Eiríks Smith og Sveins Björnssonar verða í Hafnarborg í sumar. Sýningarnar eru settar upp þar sem listamennirnir fæddust…
Hafnarborg býður börnum á aldrinum 6–12 ára að taka þátt í skapandi myndlistarrnámskeiðum í sumar.
Alls sóttu 55 þrjá opna viðtalstíma hjá bæjarstjóra á Thorsplani í morgun. Þetta var í þriðja sinn sem bæjarstjóri færir…
Opni leikskóli Memmm hefur tekið upp sumardagskrá. Hægt er að mæta víða í Hafnarfirði og Reykjavík tvisvar í viku. Skólinn…