Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Sautjándi júní var frábær hér í Hafnarfirði. Fjölskyldur gátu skemmt sér fram á kvöld við fjölbreytta dagskrá. Þær létu ekki úrkomuna á sig fá og gripu margir regnhlífina með.
Hafnfirðingar nutu 17. júní fram á kvöld. Margar fjölskyldur skemmtu sér saman og nutu dagsins. Segja má að þótt dagskráin hafi verið þétt, löng og margt í boði hafi regnhlífar einkennt daginn þennan þjóðhátíðardag.
Skrúðgangan á sínum stað, skemmtun á Thorsplani á sínum stað og stuðið og stemningin einnig. Rec Media fangaði daginn í myndum og myndskeiðum.
Valdimar Víðisson bæjarstjóri hélt hátíðarræðu og sagði fátt betra en að standa með öllum sem hér væru í hjarta Hafnarfjarðar – og sjá bæinn iða af lífi.
„Við búum í bæ þar sem við þekkjumst, bjóðum hvert öðru góðan dag og spjöllum í röðinni í bakaríinu. Við eigum samfélag þar sem fólk leggur sig fram fyrir hvort annað, þar sem fjölbreytni er styrkur og hlýjan raunveruleg. Og það skín í gegn í allri hátíðinni í dag,“ sagði hann og að mögnuð dagskráin endurspeglaði þetta
„Þjóðhátíðardagurinn er líka dagur þar sem við horfum aðeins inn á við. Við minnumst þess sem áður var, þeirra sem lögðu grunninn, en líka þess sem við viljum varðveita og byggja upp. Það er auðvelt að gleyma því í hraða hversdagsins – en samfélagið okkar er ekki bara til; það er búið til, dag frá degi, af fólki eins og ykkur.“
Valdimar Víðisson hélt hátíðarræðu.
Hann hvatti Hafnfirðinga til að njóta dagsins. Hrósa hvert öðru. „Þetta er dagurinn sem við gefum hvert öðru smá auka hlýju. Hún fer aldrei til spillis,“ sagði hann.
„Ég verð að viðurkenna – ég elska þessa daga. Að sjá bæinn okkar vakna til lífsins, sjá fjölskyldur saman, heyra hláturinn bergmála milli húsanna og finna þessa sérstæðu stemningu sem aðeins Hafnarfjörður getur skapað. Þetta er svona dagur sem maður vill lengja, teygja úr eins og á góðu sumarkvöldi.“
Rán Sigurjónsdóttir, nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, heldur einstaka listasýningu í The Shed í byrjun september, á vegum…
Nú má hlaða rafbílinn við allar sundlaugar bæjarins, fjölda grunnskóla og stofnanir. Hafnarfjarðarbær hefur samið við Ísorku til fimm ára…
„Við erum hér fyrst og fremst með heimagerðan hafnfirskan ís,“ segir Björn Páll Fálki Valsson við hringhúsið á Thorsplani þar…
Götuvitinn er öryggisnet fyrir unga fólkið okkar og starfar nú í fyrsta sinn að sumri til. Unga fólkið þekkir Götuvitann…
Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar hefur fært Hafnarfjarðarbæ fjóra bekki við stíginn upp frá Kaldárselsvegi í Kaldársel. Bæjarstjóri tók við gjöfinni á dögunum.…
Alþjóðatengsl voru efld þegar kínversk sendinefnd frá Changsha varði dagsparti í Hafnarfirði. Hún kynntist bæjarfélaginu og þremur fyrirtækjum bæjarins á…
Byggingarverktakafyrirtækið Verkland hefur hlotið sína fyrstu Svansvottun fyrir fjölbýlishús við Áshamar 42–48. Svansvottun tryggir að húsnæði sé heilnæmt.
Kvartmíluklúbburinn fagnaði 50 ára afmæli í gær. Hafnarfjarðarbær ritaði undir samstarfssamning á afmælishátíðinni og flytur Mótorhúsið til klúbbsins.
Iða Ósk Gunnarsdóttir vinnur að sinni fyrstu ljóðabók á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði í ár. Útlit bókarinnar tekur innblástur…
Íris Egilsdóttir vinnur að því að hanna og útfæra prjónað verk á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði í ár. Verkið,…