Hoppað á nýjum ærslabelg í Ljónagryfjunni

Barnvænt sveitarfélag Fréttir

Nýir ærslabelgir hafa bæst við hóp belgjanna hér í Hafnarfirði. Einn er í Ljónagryfjunni á Eyrarholti. Hinn á Hörðuvöllum. Já, nú verður hoppað. Það gerðu börnin í Vesturkoti einmitt í morgun.

Ærslabelgir ýta undir gleði og leik

Kæra unga fólk og öll sem elskið að hoppa. Nýir ærslabelgir hafa bæst við hóp belgjanna fimm sem fyrir voru hér í Hafnarfirði. Einn er í Ljónagryfjunni á Eyrarholti. Hinn við Hörðuvelli. Börnin úr Vesturkoti gerðu sér ferð í morgun og hoppuðu á glænýjum belgnum. Gleðin leyndi sér ekki. Belgurinn er í fullkominni fjarlægð frá skólanum til að æfa litlar fætur. Staðsetningin þar er líka afbragð, ofan í sjálfri Ljónagryfjunni. Hinn er á Hörðuvöllum. Einnig afar falleg staðsetning.

Umhverfis- og framkvæmdaráð tók ákvörðun um belgina tvo. Það var gert til að svara kalli íbúa um ærslabelgi víðar bænum og það innan sem flestra hverfa. Fimm ærslabelgir voru fyrir í Hafnarfirði í og því eru ærsabelgirnir orðnir sjö nú þegar þessir tveir eru komnir í gagnið. Ærslabelgirnir eru opnir  frá  kl.  9 -22  alla  daga  vikurnar yfir  sumartímann.

Já, nú er hægt að hoppa enn víðar í Hafnarfirði

Hvar eru ærslabelgir?

  • Ærslabelgur á Víðistaðatúni var fyrsti belgurinn í Hafnarfirði tekinn í notkun 2019.
  • Ærslabelgur á Óla Run túni var tekinn í notkun sumarið 2020
  • Belgur í Setbergi í upphafi sumars 2021.
  • Ærslabelgur á Völlunum var opnaður haustið 2021.
  • Sá fimmti kom sumarið 2023 í Áslandi
  • Nú einnig í Ljónagryfjunni á Holtinu
  • Á Hörðuvöllum

Yfirlit yfir staðsetningu gömlu ærslabelgjanna 

 

Hoppað á Hörðuvöllum – staðsetning á nýjum ærslabelg.

Hoppað á Holtinu – staðsetning á nýjum ærslabelg.

Ábendingagátt