Hrekkjavaka í Hafnarfirði – grikk eða gott

Fréttir

UPPFÆRT: Hrekkjavakan er á morgun! Veðrið gæti þó spillt fyrir gleðinni. Úrhelli í kortunum. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með hverfasíðum og framkvæmd áður en börnin hlaupa af stað.

Deilum skemmtilegum Hrekkjavökumyndum

UPPFÆRT: Hrekkjavakan! Veðrið gæti þó spillt fyrir gleðinni. Úrhelli í kortunum. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með hverfasíðum og framkvæmd áður en börnin hlaupa af stað.

 

Skemmtileg hefð hefur skapast fyrir Hrekkjuvöku í Hafnarfirði síðustu árin þar sem heilu hverfin, félagasamtök og skólasamfélög taka sig saman og bjóða upp á hryllilega hræðilega skemmtun eða heimsóknir í hús.

Óhætt er að segja að Hrekkjavakan hafi með ári hverju notið sívaxandi vinsælda og víða innan hverfa hefur skapast sú hefð að börn gangi í hús með „grikk eða gott” auk þess sem bæði leikskólar og grunnskólar eru með uppbroti í sínu skólastarfi.

Í ár ber Hrekkjavakan upp á föstudaginn 31. október, morgundaginn. Finna má á flestum, ef ekki öllum, hverfasíðum íbúa á samfélagsmiðlum upplýsingar yfir þau heimili sem ætla sér að taka á móti öllum áhugasömum með grikk eða gotti. Gera má ráð fyrir að götur bæjarins fyllist af fjölskyldunni allri í allskonar búningum.

Við hlökkum til. Hryllilega góða skemmtun!

Ábendingagátt