Hvatningarverðlaun foreldraráðs veitt í kvöld

Fréttir

Hvatningarverðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar verða veitt í kvöld. Afhendingin er árleg. Þar er fólki sem leggur tíma orku og kærleika í samfélagið fagnað.

Áfram foreldrar!

Hvatningarverðlaun Foreldraráðs Hafnarfjaðrar 2025 verða veitt í kvöld í Ástjarnarkirkju. Athöfnin hefst kl. 20.

Margt er á dagskrá:

  • Bæjarstjóri flytur ávarp
  • Formaður foreldraráðsins ávarpar
  • Stella Björg Kristinsdóttir, fagstjóri forvarna- og frístundastarfs, segir frá samstöðunni í þorpinu
  • Skemmtiatriði – School of Rock – nemendur úr Setbergsskóla
  • Viðurkenningar verða veittar fyrir óeigingjörn störf í foreldrafélögum bæjarins
  • Loks verða Hvatningarverðlaun Foreldraráðs 2025 veitt.

„Við hlökkum til að sjá ykkur og fagna saman þessu frábæra fólki sem leggur tíma, orku og kærleika í að gera bæjarfélagið okkar að enn betri stað,“ segir Vala Steinsdóttir, formaður Foreldraráðs Hafnarfjarðar og hvetur fólk til að mæta.

Já, samstaða foreldra skiptir máli.

Ábendingagátt