Í öruggum höndum Securitas

Fréttir

Hafnarfjarðarbær og Securitas skrifuðu nýlega undir samning um vöktun og lögbundna úttekt á innbrota- og viðvörunarkerfum bæjarins til ársins 2021. 

Hafnarfjarðarbær og Securitas skrifuðu nýlega undir samning þess efnis að Securitas mun áfram sinna vöktun og lögbundinni úttekt á innbrota- og viðvörunarkerfum bæjarins til ársins 2021. Ásamt vöktun mun öryggisfyrirtækið hafa lögbundið eftirlit með brunaviðvörunarkerfum Hafnarfjarðarbæjar.

Guðmundur Arason, forstjóri Securitas, segir áframhaldandi samstarf merki um að vel hafi tekist til undanfarin ár. „Við höfum gert okkar besta til þessa og munum að sjálfsögðu halda því áfram. Hafnarfjörður er stórt sveitarfélag og það er mikilvægt að íbúar og gestir bæjarins upplifi sig örugga og að þeir séu það. Þar komum við meðal annars inn í,“ segir Guðmundur. Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, fagnar nýjum samningi og segir hann mikilvægan lið í útboðsaðgerðum bæjarins. „Útboð geta falið í sér mikla hagræðingu fyrir sveitarfélög en ekki síður endurmat á þjónustu og uppfærslu í takt við breytta tíma. Hér er það öryggi allra sem skiptir mestu máli, starfsmanna og íbúa. Útboðsskilmálar tryggja að vel sé hugsað um alla þætti. Við erum í öruggum höndum.“  

Securitas hefur undanfarin ár vaktað flest kerfi og sinnt úttektum fyrir Hafnarfjörð en með nýundirskrifuðum samningi eru nú öll kerfi bæjarins í þjónustu fyrirtækisins.

Ábendingagátt