Indverski sendiherrann heimsótti Hafnarfjörð

Fréttir

Viðskipti, ferðamennska, Indland, heimsmál og um sex mánaða vera R. Ravindra, sendiherra Indlands, hér á landi voru rædd þegar hann hitti Valdimar Víðisson bæjarstjóra hér á bæjarskrifstofunum í gærmorgun.

Indverski sendiherrann í heimsókn

Viðskipti, ferðamennska, Indland, heimsmál og um sex mánaða vera R. Ravindra, sendiherra Indlands, voru rædd þegar hann hitti Valdimar Víðisson bæjarstjóra hér á bæjarskrifstofunum í gærmorgun.

Ravindra styrkir nú tengslin og heimsækir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Jóga kom til tals og einnig að hann byggist við enn fleiri indverskum ferðamönnum hingað til lands en þeir voru vel á þriðja tugþúsund í fyrra.

Tengslin styrkt

Fundurinn var óformlegur en mikilvægur til að styrkja tengslanetið. Ravindra var í stóru viðtali við Morgunblaðið í byrjun apríl. Þar sagðist hann vongóður um að senn hefjist beint flug milli landanna. Nýr viðskiptasamningu auðveldi Indverjum að hasla sér völl á Íslandi rétt eins og hann geri það sama fyrir Íslendinga á Indlandi. Þar séu mörg tækifæri fyrir Íslendinga.

Ravindra á langan feril að baki í utanríkisþjónustu Indlands eða allt frá árinu 1999. Hann hefur starfað í Egyptalandi, í Líbíu, á Sri Lanka, á Fílabeinsströndinni, hjá fastanefnd Indlands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Nú sendiherra hér á landi.

Takk Ravindra fyrir heimsóknina. Afar áhugaverð og mikilvæg.

Ábendingagátt