Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Öllum gefst færi á góðum félagsskap og að styrkja gott málefni á Lífskraftsdeginum sem haldinn verður þann 28. september næstkomandi í landi Helgafells í Hafnarfirði.
Góðgerðarfélagið Lífskraftur í samstarfi við heilsubæinn Hafnarfjörð, 66°Norður og Krabbameinsfélagið standa fyrir Lífskraftsdeginum sem haldinn verður þann 28. september næstkomandi í landi Helgafells í Hafnarfirði. Markmiðið með deginum er að sýna samstöðu gegn krabbameinum ásamt því að minna á mikilvægi útivistar og sjálfseflingar í endurhæfingu meðan á veikindum stendur og/eða eftir veikindi.
Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, sviðstjóri mennta- og lýðheilsusviðs, opnar dagskrána kl. 10 og fulltrúar Krabbameinsfélagsins og Lífskrafts munu segja nokkur orð. Snjódrífurnar sem standa að baki Lífskrafti munu leiða gönguleið, hlaupaleið og hjólaleið og munu allir hóparnir leggja af stað kl. 10:30 við bílastæðið við Helgafell. Gestir og gangandi eru hvattir til að taka þátt og finna sinn lífskraft.
Bleika Lífsskraftspeysan verður til sölu meðan á viðburðinum stendur en hún er framleidd af 66°Norður. Allur ágóði af sölunni rennur til forvarnarverkefna á vegum Krabbameinsfélagsins á leghálskrabbameini.
„Það var frábært að heyra að Lífskraftur skyldi ákveða að styrkja Krabbameinsfélagið í ár,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. „Markmið félaganna fara svo sannarlega saman því Lífskraftur leggur áherslu á hreyfingu sem hefur heilmikið forvarnargildi gegn fjölda krabbameina auk þess að bæta líðan fólks með krabbamein og að lokinni krabbameinsmeðferð. Markmið Krabbameinsfélagsins eru mjög skýr, að fækka þeim sem fá krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og að bæta lífsgæði þeirra sem veikjast og aðstandenda þeirra. Hreyfing hjálpar til við að ná öllum þessum markmiðum. Takk kærlega fyrir – kæru Lífskraftskonur og vonandi verður Helgarfellið allt iðandi af fólki á hreyfingu.“
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir aðdáunarvert þegar fólk taki sig saman og láti samfélag sitt sig varða rétt eins og Snjódrífurnar gera með Lífskraftsdeginum. „Framtak þeirra og samstaða gegn krabbameini minnir okkur á mikilvægi þess að hreyfa sig og lifa heilbrigðu lífi sem og að styðja við góð málefni. Heilsubærinn Hafnarfjörður tekur stoltur þátt í þessu verkefni nú þegar Snjódrífurnar halda viðburð sinn í hafnfirskri náttúru. Þetta er gott tækifæri til að styrkja sig og styðja við mikilvægt málefni og hvet ég sem flesta til að taka þátt í skemmtilegri og gefandi útiveru.“
Sirrý Ágústsdóttir, Snjódrífa og stofnandi Lífskrafts, segir nauðsynlegt að efla og styrkja Lífskraftinn sinn með hreyfingu. „Útivist er frábær leið til þess og erum við svo ótrúlega heppin að búa í landi sem býður upp á magnaða náttúru í bakgarðinum okkar. Með því að stunda reglulega hreyfingu og huga að heilbrigðum lífstíl erum við að sinna forvörnum og bæta lífsgæðin okkar um ókomna tíð. Við vonum að sem flestir mæti og hreyfi sig með okkur til stuðnings baráttunnar gegn krabbameinum.“
Já, nú er að stökkva af stað og taka þátt í þessari frábæru hvatningu.
Níu verkefni hlutu styrk í seinni úthlutun menningarstyrkja Hafnarfjarðarbæjar árið 2024. Afhending styrkja fór fram í hinu sögufræga húsi Bungalow…
Styrkir úr sjóði Friðriks og Guðlaugar. Stjórn sjóðs Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki til að…
Loka þarf öllum sundlaugum Hafnarfjarðarbæjar vegna bilunar í Nesjavallavirkjun. Orsök bilunarinnar er óljós en unnið er að greiningu og viðgerð.…
Formaður foreldraráðs Hafnarfjarðar hvetur fleiri foreldra til að vera hluti af lausninni. Þeir þurfi að taka þátt. Um eitt hundrað…
Fjöldi fólks mætti í Bæjarbíói mánudaginn 7. október og kynnti sér tillögu að breyttu aðalskipulagi vegna Coda Terminal verkefnisins. Hægt…
Leiðtogaskólinn var settur í fyrsta sinn í gær. Stefnt er að því að allir stjórnendur sitji skólann og geri þannig…
Sigríður Guðrún Jónsdóttir, dagmamma til 51 árs, stóð á starfsdegi dagforeldra með fangið fullt af blómum eftir ævistarfið sem litaði…
Hjarta Hafnarfjarðar skartar bleikum ljósum í tilefni þess að Bleikur október hefur hafið innreið sína. Hjartað var ekki aðeins skreytt…
Fundarröðin Við erum þorpið hefst 8. október í Bæjarbíói. Hún miðar að því að bregðast við stöðunni í samfélaginu og…
Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í innleiðingu á hugmyndafræðinni um opinn leikskóla á Íslandi. Félagasamtökin Memmm Play hafa starfrækt slíkan leikskóla…