Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Fréttir

Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í morgun var bæjarstjóra falið að hefja undirbúning að stofnun markaðsstofu fyrir Hafnarfjarðarbæ.

Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í morgun var bæjarstjóra falið að hefja undirbúning að stofnun markaðsstofu fyrir Hafnarfjarðarbæ.

Markmiðið með stofnun markaðsstofu er að skapa vettvang þar sem kostir bæjarins fyrir starfsemi fyrirtækja, móttöku ferðamanna, nýrra íbúa  eru kynntir og  um leið að efla tengslin við fyrirtæki og aðra starfssemi sem fyrir er í bænum.

Rósa Guðbjartsdóttir formaður bæjarráðs segir Markaðsstofu Hafnarfjarðar spennandi hugmynd og miklir möguleikar séu framundan í uppbyggingu og tækifærum í hafnfirsku atvinnulífi. 

„Við stefnum á að halda opinn fund þar sem kallað verður eftir þátttöku frá þeim sem eru að reka fyrirtæki í Hafnarfirði – það er mikilvægt að heyra þeirra sjónarmið og kynna um leið okkar hugmyndir um um rekstrarfyrirkomulag og starfsemi markaðsstofunnar “ segir Rósa.

Ábendingagátt