Mávurinn Auður svarar bæjarbúum á augabragði

Fréttir

Hafnarfjarðarbær býður nú svörin á augabragði með spjallmenninu Auð mávi. Hann styðst við gervigreind og svarar af nákvæmni öllu almennu um þjónustu bæjarins. Tæknibylting gerir þetta kleift, segir tæknistjórinn og er stoltur af Auð.

 

Fyrsta spjallmennið sem byggir á gervigreind

Auður, spjallmenni sem svarar spurningum um þjónustu Hafnarfjarðarbæjar, er komið á vef bæjarins. Auður er mávur í hægra horni heimasíðunnar, enda mávurinn hluti sjávarlífs og hafna sem eru okkar aðall. Hann er skarpur, svarar hratt og heldur uppi samtali við spyrjendur.

  • Hvað má spyrja Auð um? Allt sem viðkemur þjónustu Hafnarfjarðarbæjar.
  • Hvað er ekki hægt að spyrja um? Stöðu persónulegra mála hjá bænum.

Spjallmennið Auður bætir þjónustuna og upplifun bæjarbúar á vefinn. Hann er snöggur til svara og svarar manneskjulega. Auður styðst við OpenAI. Hafnarfjarðarbær er fyrst sveitarfélaga til að nýta þessa leið fyrir spjallmennið sitt, því að það styðst eingöngu við gervigreind.

Bylting í þjónustu sveitarfélagsins

Er þetta bylting? „Já, við nýtum tækni sem við gátum ekki nýtt fyrir ári síðan,“ segir Garðar Rafn Eyjólfsson, kerfisfræðingur með vefumsjón. „Það er aðalbyltingin og við fyrst til að stíga þessi skref,“ segir hann. „Þetta er upphafið af einhverju enn stærra og kemur til með að breyta notendaupplifuninni á vefum.“

En svarar Auður aldrei vitlaust? „Jú, ef hann leitar í rangar upplýsingar. En við erum í tiltekt og hann að læra svo það gerist afar sjaldan og aðeins í undantekningartilvikum.“

Stoltur? Já, mjög,“ svarar Garðar. „Nýja spjallmennið okkar hefur vakið mikla eftirtekt hjá öðrum fyrirtækjum og sveitarfélögum. Það er mikil eftirspurn eftir því að stíga þessi skref enda bylting í þjónustu,“ segir Garðar.

„Á örstuttum tíma hefur þetta gerst og þessir möguleikar opnast. Þetta er magnað og ég hvet fólk til að prófa. Ég ætla að leyfa mér að efast um að hægt sé að fá svar frá bænum með skjótari hætti. Þetta er einstök þjónusta.“

Auður mávur svarar spurningum bæjarbúa hratt og vel. Hann býr í hægra horni heimasíðu bæjarins. Ýttu á Auð, kassi birtist og hægt að spyrja hann um alla þjónustu bæjarins.

Og hvernig virkar Auður? Spyrjum spurninga:

 

SPURNING 1:

 

SPURNING 2:

 

Við hvetjum bæjarbúa til að prófa og sjá með eigin augum að Auður er tilvalinn í starfslið Hafnarfjarðarbæjar.

 

 

Ábendingagátt