Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Börnum og ungmennum með margvíslegan vanda stendur áfram til boða að fara í músíkmeðferð hjá Hljómu. Inga Björk Ingadóttir músíkmeðferðarfræðingur stýrir för. Samningurinn hefur verið lengdur til ársloka 2026.
„Engir tveir tímar eru eins,“ segir Inga Björk Ingadóttir, músíkmeðferðarfræðingur og eigandi Hljómu, þegar hún lýsir músíkmeðferðinni hjá Hljómu.
„Þetta er ólíkt ferli hjá hverjum og einum. Ég er með fulla stofu af hljóðfærum, öllum stærðum og gerðum. Svo stígum við inn í ferli þar sem við finnum í sameiningu hljóðfæri sem talar til viðkomandi. Svo nota ég söng og hreyfingu sem miða að þeim áskorunum og markmiðum sem hver og einn hefur.“
Hafnarfjarðarbær hefur samið við Hljómu um að 13 börn með margvíslegan vanda; svo sem andlega eða líkamlega fötlun, geðrænan vanda, áföll, félagslegar aðstæður og tilfinningalegan vanda fái tíma í músíkmeðferð. Inga Björk og Valdimar Víðisson bæjarstjóri rituðu undir samstarfssamninginn fyrr í dag.
„Við höfum öll persónulega tengingu við tónlist og afar fáir sem geta hugsað sér lífið an tónlistar. Hún er órjúfanlegur partur af okkur og allt í kringum okkur; fuglasöngur, hjartsláttur í móðurkviði,“ lýsir Inga Björk. Takturinn sé strax til staðar.
„Þú heyrir í blóðrás móðurinnar i móðurkviði. Tónlist er hluti af heiminum og umlykur okkur öll. Svo erum við tengd henni á ólíkan og persónulegan hátt. Hún er einmitt svo frábært meðferðartæki af því að hún er partur af okkur. Þú tengist heiminum og lífinu,“ lýsir Inga Björk undurfallega.
„Hver og einn hefur sinn eigin grunntón, takt, flæði og hraða,“ segir hún og þegar unnið sé markvisst með tónlistina sé hún svo ótrúlega öflug. Meðferðin henti vel þeim sem eigi erfitt með hefðbundna tjáningu.
„Tónlistin nær á dýptina á sviði sem önnur meðferðarform ná ekki til á sama hátt. Við getum verið að tjá okkur við hvert annað þegar við spilum saman tónlist. Grípum hljóðfæri eða syngjum – Blússandi tjáning og samskipti þótt við notum ekki orðin.“
Inga segir músíkmeðferð oft henta einmitt þar sem samtalsmeðferð geri það ekki. „En tónlistin nær þar í gegn. Hún er svo magnað tæki. Ég get ekki sagt það nógu oft og nógu hátt.“
Inga Björk lærði músíkmeðferð í Berlín á árunum 2001-2006. „Ég hef verið tengt tónlist frá því að ég man eftir mér. Tónlistin á stóran part af mér og er mitt persónulega athvarf. Mig langaði að vinna með hana en var ekki spennt fyrir hreinu sviðslífi þótt ég sé tónlistarkona líka. En það eitt og sér er einhæft,“ lýsir hún.
„Svo las ég grein um músíkmeðferð fjórtán ára og það var ekki aftur snúið,“ segir Inga Björk sem lauk tónlistar- og sálfræðibraut í MH og fór 23 ára út í músíkmeðferðarnám og sneri aftur fyrir rúmum áratug með fjölskylduna og stofnaði Hljómu í Hafnarfirði.
„Ég elska vinnuna mína og er heppin að hafa fundið þetta fag. Ég hlakka til að vinna áfram með börnunum sem sækja tímana í Hljómu. Og höfum í huga: Það þarf enga þekkingu á tónlist fyrir músíkmeðferð. Við erum að vinna með grunnþættina.“
Sundmót verður Ásvallalaug laugardaginn 22. mars. Mótið stendur allan daginn og er laugin því lokið fyrir almennum heimsóknum þennan stóra…
Alþjóðlegi hamningjudagurinn er í dag. Á Alþjóðlegum degi hamingjunnar 2025 er tilvalið að opna fyrir hugmyndir að viðburðum og verkefnum…
Gullfallegur upplestur ómaði um Víðistaðakirkju í 29. sinn þegar átján nemendur úr 7. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar tóku þátt í Stóru…
„Það skiptir miklu máli sem bæjarstjóri að kynnast starfsstöðvunum formlega og óformlega. Ræða við fólk, skilja andann og starfsemina,“ segir …
Hafnarfjarðarbær býður nú svörin á augabragði með spjallmenninu Auð mávi. Hann styðst við gervigreind og svarar af nákvæmni öllu almennu…
Árið í ár er það sjötta sem boðið verður upp á skapandi sumarstörf í Hafnarfirði. Afraksturinn síðustu ár hefur vakið…
Nýtt hafrannsóknarskip landsmanna Þórunn Þórðardóttir HF 300 stendur nú í höfn Hafnarfjarðar, sinni heimahöfn. Skipið tekur við af skipinu Bjarna…
67 ára og eldri Hafnfirðingum hefur áfram verið tryggð vatnsleikfimi undir handleiðslu Kristins Magnússonar hjá Ásmegin sjúkraþjálfun tvisvar í viku…
Sveit Fjarðar sigraði á árlegu Þorramóti Fjarðar í boccia sem fram fór um helgina. Að vanda var bæjarstjórnum Hafnarfjarðar, Garðabæjar…
Mikil spenna er fyrir nýja leikskólaum Áshamri. Bæjarstjóri leit eftir framkvæmdunum í vikunni sem eru á áætlun og stefnt á…