Næturstrætó til Hafnarfjarðar á nýjan leik

Fréttir

Tilraunaakstur frá 1. október 2023 – 1. janúar 2024. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja mánaða og verða mælingar gerðar á notkun þjónustunnar á tímabilinu. Brottfarartímar eru frá Lækjartorgi B kl. 1:20, 2:25 og 3:45 laugardaga og sunnudaga.

Tilraunaakstur frá 1. október 2023 – 1. janúar 2024

Næturstrætó hófst aftur um nýliðna helgi eða nánar tiltekið aðfaranótt laugardagsins 30. september. Um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja mánaða og verða mælingar gerðar á notkun þjónustunnar á tímabilinu. Notkun mun gefa skýra vísbendingu um þörf og hagkvæmni þjónustunnar og liggja til grundvallar ákvörðun um framhald þjónustunnar að tilraunaverkefni loknu.

Brottfarartímar frá Lækjartorgi B kl. 1:20, 2:25 og 3:45

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samið við Strætó um tilraunaakstur næturstrætó milli höfuðborgarinnar og Hafnarfjarðar frá 1. október 2023 til 1. janúar 2024. Ekin er leið 101 en með þeim breytingum að einungis verður stoppað í Hamraborg í Kópavogi og Ásgarði í Garðabæ á leiðinni. Einnig lengist leiðin örlítið og síðasta stopp verður Hamranes í Hafnarfirði. Brottfarartímar eru frá Lækjartorgi B kl. 1:20, 2:25 og 3:45 laugardaga og sunnudaga.

Næturstrætó – Strætó (straeto.is)

Ábendingagátt