Nýjar áskoranir á nýju ári? Spennandi störf í boði

Fréttir

Á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar er að finna yfirlit yfir öll þau fjölbreyttu störf sem í boði eru hjá sveitarfélaginu hverju sinni. Um er að ræða framtíðarstörf í einhverjum tilfellum, fullt starf eða hlutastörf sem tilvalin eru með skóla. Einnig jafnvel störf til skemmri tíma.

Ertu í atvinnuleit? Komdu að starfa með okkur!

Á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar er að finna yfirlit yfir öll þau fjölbreyttu störf sem í boði eru hjá sveitarfélaginu hverju sinni. Um er að ræða framtíðarstörf í einhverjum tilfellum, fullt starf eða hlutastörf sem tilvalin eru með skóla. Einnig jafnvel störf til skemmri tíma.

Yfirlit yfir öll laus störf hjá sveitarfélaginu

Hafnarfjarðarbær er þriðja stærsta sveitarfélag landsins með rétt um 2000 starfsmenn sem sinna fjölbreyttum störfum og verkefnum á um 72 ólíkum starfsstöðvum um allan bæ. Rík áhersla er lögð á það að hjá bænum starfi fólk sem getur veitt bestu þjónustu sem völ er á og sem sinnir sínu starfi af þekkingu, ábyrgð og metnaði. Sérstök athygli er vakin á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagins.

Dæmi um störf sem í boði eru:

  • Skóla- og frístundaliði
  • Þroskaþjálfi
  • Iðjuþjálfi
  • Aðstoðarskólastjóri
  • Íslenskukennari
  • Heimilisfræðikennari
  • Sérkennari í sérdeild
  • Deildarstjórar í leikskóla
  • Leikskólakennarar
  • Starfsfólk á leikskóla
  • Sérkennari á leikskóla
  • Aðstoð í eldhús á leikskóla
  • Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk
  • Persónulegur ráðgjafi í tímavinnu
  • Liðsmaður í tímavinnu
  • Stuðningsfjölskyldur

Veistu ekki hvað þú vilt verða þegar þú verður stór?

Spennandi tækifæri og möguleikar eru opnir fyrir ófaglært starfsfólk innan leikskóla Hafnarfjarðarbæjar. Þannig veitir bærinn styrki til þeirra sem vilja stunda nám í leikskólakennarafræðum, bæði þeim sem hafa starfað hjá sveitarfélaginu til fjölda ára og nýliðum.

Nánar um námsstyrki – frétt síðan 2020

Ábendingagátt