Nýr leikskóli á Völlunum

Fréttir

Skipulags- og byggingarráð hefur samþykkt að hefja byggingu á nýjum 4 deilda leikskóla við Bjarkavelli. Framkvæmdir við skólann hefjast síðar á þessu ári og stefnt er að því að hann verði tekinn í notkun 2016.

Skipulags- og byggingarráð hefur samþykkt að hefja byggingu á nýjum 4 deilda leikskóla við Bjarkavelli.

Leikskólinn verður byggður samkvæmt teikningum Sigurlaugar Sigurjónsdóttur.  Framkvæmdir við skólann hefjast síðar á þessu ári og stefnt er að því að hann verði tekinn í notkun 2016

Á Völlunum búa nú hátt í 5000 manns og bætir leikskólinn úr brýnni þörf fyrir leikskólapláss í hverfinu.

Í Hafnarfirði eru 17 leikskólar og þar af eru þrír einkareknir skólar með þjónustusamning við Hafnarfjarðarbæ. Hver leikskóli hefur sína sérstöðu með áherslu á ákveðna stefnu eða þætti í starfinu og má finna upplýsingar um þá hér á heimasíðu bæjarins.

 

Ábendingagátt