Nýsköpunarsetrið formlega opnað að nýju

Fréttir

Mannmargt var þegar Nýsköpunarsetrið var formlega opnað að nýju eftir endurbætur og uppfærslu. Framtíðarsýnin er að öll fái að njóta sín þar.

Opið hús í Nýsköpunarsetrinu

Nýsköpunarsetrið við Lækinn var formlega opnað eftir uppfærslu og endurbætur síðdegis í gær. Mannmargt var í húsinu og líf og fjör í hverju horni. Valdimar Víðisson klippti á borða. Táknrænt fyrir endurgerða Nýsköpunarmiðstöðina.

„Framtíðarsýn okkar er að hér nái allir að njóta sín, vinna í verkefnum og skapa,“ sagði Bryndís Steina Friðgeirsdóttir forstöðumaður Nýsköpunarsetursins, á opna húsinu.

Í setrinu er nú:

  • Aðstaða til að bjóða upp á námskeið fyrir fjölbreytta hópa
  • Tilraunasmiðjan, sem í verður tileinkum List og sköpun
  • Tækniasmiðja, þar sem hægt er að vinna í hugmyndum sínum með tólum eins og 3D prentara, vínilskera og
  • Opnar smiðjur verða einu sinni í viku í vetur þar sem hver sem er getur unnið í hugmyndum sínum og tæ
  • Kaffistofan Bollinn er opin, á meðan húsið er opið. Þar má spila, spjalla eða vinna í sínum hugmyndum.
  • Tónsmiðjan er skemmtileg framlenging á því framboði á tónlistar- og hlaðvarpssvæði Bókasafnsins
  • Ungmennahúsið Hreiðrið fær heimili hér með afþreyingaraðstöðu fyrir ungmenni á aldrinum 16- 25 ára
  • Einnig er Vinnuskóli Hafnarfjarðar hér hjá okkur í sumar sem og Skapandi Sumarstarf

Já, þessi gamli Lækjarskóli er aftur fullur af fjöri. Þannig var það í gær þegar unga fólkið gæddi sér á poppi, Einar Sverrisson var með 3D kynningu, hægt var að hitapressa myndir á boli. Ungmennaráð kynnti starfsemi sína og fulltrúar Vinnuskólans sögðu frá starfi sínu. Ljúfir tónar ómuðu einnig um húsið þegar Tómas Vigur Magnússon fiðluleikari spilaði nokkur lög.

Innilega til lukku með uppfærða Nýsköpunarmiðstöð.

Ábendingagátt