Nýtt gufubað á útisvæði í Ásvallalaug

Fréttir

Sundmiðstöðin í Ásvallalaug er ein sú stærsta á landinu. Innanhúss er barnalaug, vaðlaug, 50 og 25 metra skipt sundlaug, vinsæl vatnsrennibraut, þrír heitir pottar og gufubað. Utandyra eru tveir heitir pottar og góð sólbaðsaðstaða á fallegum sumardögum. Nýverið opnaði nýtt gufubað á útisvæði við laugina sem rúmar 6-8 manns í sæti í einu.

Aukin þjónusta við sundlaugargesti

Sundmiðstöðin í Ásvallalaug er ein sú stærsta á landinu. Innanhúss er barnalaug, vaðlaug, 50 og 25 metra skipt sundlaug, vinsæl vatnsrennibraut, þrír heitir pottar og gufubað. Utandyra eru tveir heitir pottar og góð sólbaðsaðstaða á fallegum sumardögum. Nýverið opnaði nýtt gufubað á útisvæði við laugina sem rúmar 6-8 manns í sæti í einu

Fjölbreytt þjónusta og starfsemi

Ásvallalaug er innanhúss og meðal annars mjög vinsæl meðal fjölskyldufólks auk þess sem starfsemi laugarinnar er með fjölbreyttasta móti. Þar má nefna auk hefðbundins skólasunds og sundæfinga sundfélaganna, SH og Fjarðar, vatnspóló, blak, æfingar köfunarfélaga, æfingar kajakræðara, námskeið fyrir verðandi og nýbakaðar mæður, námskeið í bættum sundstíl, ungbarnasund og vatnsleikfimi. Gott aðgengi er fyrir fatlað og lyfta aðgengileg fyrir öll þau sem á þurfa að halda. Stærsta laugin í Ásvallalaug er 50 metrar á breidd og er vanalega skipt með brú, þannig að helmingur laugarinnar er 25 metrar að lengd og hinn helmingurinn 50 metrar. Í lauginni er 17 metra barnalaug (90–110 cm djúp) og 10 metra vaðlaug fyrir yngstu kynslóðina með tilheyrandi leikföngum. Hitastig barnalauganna er um 32°C á meðan hitastig sundlaugar er 28°C. Hitastig inni í salnum er alltaf um 30°C. Innanhúss er einnig vinsæl vatnsrennibraut, þrír heitir pottar, kaldur pottur og gufubað. Utandyra eru tveir heitir pottar og góð sólbaðsaðstaða auk nýrrar saunu á útisvæði sem gengið er út á við hliðina á köldum potti laugarinnar.

Sundlaugarnar í Hafnarfirði 

Ábendingagátt