Opið hús í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn

Fréttir

Nýsköpunarsetrið hefur hreiðrað um sig í gamla Lækjarskólanum og verður með opið hús þriðjudaginn 27. maí milli klukkan 15-17. Fjölbreytt starfsemi er í húsinu og gaman að sjá lífi blásið í húsnæðið.

 

Opið hús í Nýsköpunarsetrinu

Nýju lífi hefur verið blásið í gamla Lækjarskólann í Hafnarfirði. Þar hefur Nýsköpunarsetrið hreiðrað um sig og verður með opið hús þriðjudaginn 27. maí milli klukkan 15-17.

Bryndís Steina Friðgeirsdóttir, forstöðumaður Nýsköpunarsetursins, tók við stjórnartaumunum í byrjun árs. Margt hefur gerst og mynd komin á hvert starfið þróast á næstu misserum.

„Nú er húsið breytt. Hér er komin aðstaða til að taka upp tónlist og gera hlaðvörp, sem er skemmtileg viðbót við þá þjónustu sem bókasafnið veitir nú þegar,“ segir Bryndís.

„Við erum með rými til að halda fundi, fyrirlestra og námskeið. Næsta vetur verður listastarfið eflt og námskeið í listsköpun haldið. Svo erum við með tæknismiðjuna sem gefur fólki tækifæri á að vinna í þrívídd 3D, leisirskera og vínilskera. Það er mjög spennandi,“ segir Bryndís og hvernig skólar Hafarnarfjarðar hafa komið með hópa til að prófa. Þá fái nýtt ungmennahús aðstöðu í Nýsköpunarsetrinu í haust og kallast það Hreiðrið.

Bryndís Steina Friðgeirsdóttir, forstöðumaður Nýsköpunarsetursins.

En hvað munu Hafnfirðingar sjá á opna húsinu?

  • Einar Sverrisson verður með kynningu á 3D efni sem hann hefur búið til. „Hann segir frá töfrum 3D vinnslunnar.“
  • Hægt verður að hitapressa textíl-vínil á efni. Fólk getur þá hitapressað myndir á boli sína eða jafnvel tautöskur sem þau koma sjálf með
  • Poppvél verður á staðnum og smá gotterí
  • Ungmennaráð kynnir hvað þau gera
  • Vinnuskólinn segir frá sínu starfi
  • Tómas Vigur Magnússon, fiðluleikari, spilar nokkur lög
  • Tónlistarrýmið veður opið og hægt að spila á rafmagnstrommur og rafmagns píanó.
  • Spunaspil verða kynnt
  • Hægt að fá sér kaffibolla í Bollanum, kaffiaðstöðu Nýsköpunarsetursins

„Við munum sýna aðstöðuna,“ segir Bryndís. Með henni verða starfsmenn Nýsköpunarsetursins sem hafa verið að vinna með henni í að setja það í núverandi form, þau Alexander Jóhann Hauksson, Árni Thor Guðmundsson, Yrsa Björt Leiknisdóttir Kvien og Þorbjörg Signý Ágústsson sem er einnig leiðbeinandi Skapandi sumarstarfa í sumar.

Já, velkomin öll á opna hús Nýsköpunarsetursins!

 

Ábendingagátt