Opni leikskólinn tvisvar í viku í júní

Fréttir

Opni leikskóli Memmm hefur tekið upp sumardagskrá. Hægt er að mæta víða í Hafnarfirði og Reykjavík tvisvar í viku. Skólinn verður bæði í Hellisgerði og á Víðistaðatúni.

Vertu memm í opna leikskólanum

Memmm, opni leikskólinn, færir starfsemi sína út undir bert loft í sumar. Tvisvar í viku er hægt að taka þátt og njóta samveru með öðrum foreldrum, forráðamönnum og börnum þeirra. Mest um 50 fjölskyldur hafa hist í opna leikskóla Memmm á mánudagsmorgnum á Selhellu. Valdimar Víðisson bæjarstjóri kynnti sér starfsemina á dögunum og kíkti við.

Sumardagskráin í júní

Nú verður sumardagskrá þessara skemmtilegu fjölskyldumorgna  tvisvar í viku út júní á höfuðborgarsvæðinu – grilllað og gaman.

Sértu með lítið kríli sem hefur gaman að því að hitta jafnaldrana er tilvalið að kíkja í opna leikskólann, fá sér kaffi, spjalla við aðra foreldra eða forráðamenn og leyfa börnunum að leika.

Hvar verða hittingarnir?

  • 11. júní – Elliðaárstöðin
  • 16. júní – Hellisgerði
  • 18. júní – Norræna húsið
  • 23. júní – Hellisgerði
  • 25. júní – Grill í Gufunesbæ
  • 30. júní – Grill á Víðisstaðatúni

Öll eru velkomin að koma saman að njóta náttúrunnar og njóta þeirra dásamlegu útivistarsvæða sem finnast í okkar næsta nágrenni.

Memmm er opinn leikskóli sem veitir aðstöðu til að leika og hitta aðrar fjölskyldur.  Velkomið er að mæta í Memm hvenær sem er á opnunartíma. Starfsfólk tekur vel á móti gestum, býður upp á kaffi og heldur utanum söngstundir. Þjónustan er gjaldfrjáls.

Ábendingagátt