Opnunarhátíð Hjartasvellsins

Fréttir
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 verður opnunarhátíð Hjartasvellsins í hjarta Hafnarfjarðar. Svellið opnar kl. 15 og verður opið til kl. 21. Frítt verður á svellið allan opnunardaginn og skemmtileg dagskrá fyrir ungt fólk á öllum aldri enda frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna að hittast í hjarta Hafnarfjarðar og eiga gæðastund á skautum.
Opnunarhátíð Hjartasvellsins 17. nóvember 2022

Skemmtun fyrir ungt fólk á öllum aldri

Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 verður opnunarhátíð Hjartasvellsins í hjarta Hafnarfjarðar. Svellið opnar kl. 15 og verður opið til kl. 21. Frítt verður á svellið allan opnunardaginn og skemmtileg dagskrá fyrir ungt fólk á öllum aldri enda frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna að hittast í hjarta Hafnarfjarðar og eiga gæðastund á skautum.  Svellið er staðsett beint fyrir framan Bæjarbíó og Bókasafn Hafnarfjarðar. Heitt kakó og möffins verða á sérstöku opnunarhátíðarverði!

Dagskrá á formlegum opnunardegi Hjartasvellsins

  • Kl. 15-16. Frítt á svellið fyrir alla. Takmarkaður fjöldi – fyrstir koma fyrstir fá
  • Kl 16:30-18. Skautafélag Reykjavíkur kemur í heimsókn og kennir undirstöðuatriðin í hokkí. Þau koma með kylfur, mörk og net auk þess sem þjálfarar verða með í för
  • Kl 17:30. Krakkar úr U14 liðum SR og spila stuttan og hraðan sýningarleik.
  • Kl 18 -21. Aldrei að vita nema boðið verði upp á eitthvað óvænt atriði
Allar nánari upplýsingar á vef Bæjarbíó og Facebooksíðu
Ábendingagátt