Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Tóm hamingja, leikrit Gaflaraleikhússins hefur verið frumsýnt í Borgarleikhúsinu. „Við bíðum spennt eftir því að koma aftur heim í Hafnarfjörðinn,“ segir Björk Jakobsdóttir, leikhússtjóri Gaflaraleikhússins.
Tóm hamingja, leikrit Gaflaraleikhússins hefur verið frumsýnt í Borgarleikhúsinu. Leikritið er glæný gleðisprengja sem sýnd er á tveimur sviðum. „Það gekk mjög vel,“ segir Björk Jakobsdóttir, leikstjóri sýningarinnar, um frumsýningarhelgina. „Við erum alsæl og ég stolt af mínu fólki.“
Leikritið fjallar um vinahóp sem heldur partý upp í bústað um áramót til að bjarga Hjálmari vini sínum sem virðist alveg vera að missa af hamingjulestinni. Í lýsingu á leikritinu er sagt frá því að Hjálmar sé óvirkur á samfélagsmiðlum og hættur að drekka sem sé klárlega merki um alvarlegt þunglyndi. Misskilningur, meðvirkni, ofskynjunarvöfflur, framhjáhald, kind og fleira flæki hins vegar bústaðarferðina all verulega.
Gaflaraleikhúsið er þekkt fyrir stórskemmtilegar sýningar og áhorfendur verða ekki sviknir af þessu bráðfyndna verki sem höfðar til fólks frá fermingu og fram á grafarbakkann, eins og því er lýst. Sýningin er styrkt af Sviðslistasjóði og Hafnarfjarðabæ.
„Það var mikið hlegið og verkið ferskt og öðruvísi. Svo er þetta íslenskur samtímafarsi,“ segir Björk. „Ég er svo stolt af Gaflaraleikhúsinu og þessu unga sviðslistarfólki sem við höfum alið upp og veitt vettvang. Það er svo gaman að koma með eigin sýningar.“
Björk segir leikhúsáhorfendur eldast hratt. „Það er því verðugt verkefni að finna nýjan tón og ná nýjum kynslóðum inn í leikhúsið. Við höfum stefnt að þessu lengi í Gaflaraleikhúsinu og speglum samtína ungs fólks,“ segir hún og að þótt verkið höfði til yngra fólks skemmti það eldra sér líka.
„Mér finnst frábært að Hafnarfjörður vinni að því að koma sterkur inn með unga og upprennandi höfunda,“ segir hún en þeir Óli Gunnar Gunnarsson, Ásgrímur Gunnarsson og Arnór Björnsson semja leikritið.
„Ég er hreinlega montin og stolt af nýrri kynslóð sviðslistarfólks. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa vettvang til að skapa og spegla og gefa okkur tækifæri á öðru en Netflix og Youtube.“
Björk segir mikilvægt núna þegar þau hafi ekki leikhús í Hafnarfirði að missa ekki niður nafn Gaflaraleikhússins. „Borgarleikhúsið opnaði faðminn og tók okkur í fóstur. Svo erum við búin að vera í samtali við bæinn. Við erum ennþá hafnfirskt leikhús og buðum núna 10. bekk að koma í leikhús til okkar,“ segir hún.
„Við bíðum spennt eftir því að koma aftur heim í Hafnarfjörðinn.“
Björk segir leikritið Tóm hamingja stórkostlegt fyrir foreldra að fara með unglingana sína á. „En ekki yngri en 12 ára,“ segir Björk. „Þá gæti þurft að útskýra ýmsa óþægilega hluti. Þetta er ekki barnasýning. Þetta er fullorðinssýning. Príma jólagjöf fyrir unglingana sem maður veit aldrei hvað maður á að gefa,“ segir hún og hlær.
Já, innilega til hamingju með þetta frábæra hafnvirska hugvit. Það er tóm hamingja að sjá þetta leikrit!
„Maður getur ekki hætt að brosa,“ segir ein aðalleikkona söngleikjarins West Side Story sem nemendur 10. bekkjar Víðistaðaskóla frumsýna á…
Samfélagslöggurnar okkar eru orðnar fjórar. Starfið hefur því verið eflt til muna, en þær voru tvær. Löggurnar fara á milli…
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 29. janúar síðastliðinn kauptilboð í húsnæði Kænunnar að Óseyrarbraut 2. Fyrirtækið Matbær…
Hafnarfjarðarbær er stór vinnustaður. Leit stendur meðal annars yfir að kennurum, verkefnastjóra, sviðsstjóra, safnstjóra, skrifstofustjóra, tónmenntakennara, skóla- og frístundaliða, þroskaþjálfa…
Á Út um allt má finna yfir 30 útivistarsvæði og 40 göngu- og hjólaleiðir um allt höfuðborgarsvæðið, og mun bætast…
Vetrarhátíð 2025 er haldin um helgina, dagana 6.–9. Febrúar, í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs ár…
Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur þann 6. febrúar ár hvert. Í aðdraganda dagsins og á deginum sjálfum leitast starfsfólk og…
Athygli er vakin á því að á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar, hefur verið gefin út rauð viðvörun vegna veðurs á…
Leikskólinn Stekkjarás fagnar 20 ára afmæli þetta skólaárið og var blásið í lúðra og afmælinu fagnað í dag í prúðbúnum…
Tilkynning frá Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins. Vinsamlegast athugið að aðstæður geta breyst og verða uppfærðar eftir þörfum. Veðurstofa Íslands hefur gefið út…