Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hugrún Margrét og Sylwia Zajkowska frá Bókasafni Hafnarfjarðar kynntu pólska starf safnsins á ráðstefnu um bókasöfn í fjölmenningarlegu samhengi á dögum. Þær sögðu frá því hvernig safnið veitir fjölbreytta þjónustu fyrir fólk af ólíkum menningaruppruna.
Mikilvægt er að vera með starfsemi sem stuðlar að fjölbreyttri þjónustu og aðgengi fyrir fólk af ólíkum menningaruppruna á bókasöfnum. Þetta sögðu þær Hugrún Margrét og Sylwia Zajkowska frá Bókasafni Hafnarfjarðar þegar þær kynntu starf sitt á ráðstefnu um bókasöfn í fjölmenningarlegu samhengi.
Ráðstefnan var haldin 11. september í Bókasafni Kópavogs fyrir starfsfólk bókasafna, þá sem vinna með innflytjendum, flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd og aðra sem hafa áhuga á fjölmenningu. Á ráðstefnunni var sérstaklega fjallað um hvernig bókasöfn geta bætt þjónustu sína fyrir fólk af ólíkum menningaruppruna.
Í kynningunni sögðu þær frá pólska starfinu hjá Bókasafni Hafnarfjarðar og hvernig það er gott dæmi um hvernig bókasafn getur verið meira en bara bókasafn: það er rými þar sem menningarleg þátttaka, tungumálaþekking og samfélagsleg tenging sameinast.
Pólska starfið felur í sér fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa, til dæmis sögustundir, föndurstundir, námskeið og viðburðir sem styðja við pólskumælandi gesti en nýtast einnig öðrum gestum safnsins.
Kynningin sýndi fram á mikilvægi pólska starfsins og tækifæri fyrir önnur bókasöfn að sækja innblástur í reynslu Hafnarfjarðar við að skapa fjölmenningarlegt og aðgengilegt safnrými.
Starfið hefur vakið athygli bæði hér heima og í Póllandi. Donalds Tusk forsætisráðherra Póllands sæmdi til að mynda Sigrúnu Guðnadóttir, forstöðumann Bókasafnsins og forvera Sylwiu í starfi, Katarzynu Chojnowska, heiðursorðu Póllands. Orðan er heiðursviðurkenning fyrir þjónustu við pólska samfélagið og Pólverja erlendis.
Bókasafn Hafnarfjarðar býður reglulega upp á fjölbreytta dagskrá sem kynnir pólskan menningararf og stuðlar að aukinni aðgengilegri þjónustu fyrir pólskumælandi gesti. Komandi viðburðir á safninu eru meðal annars:
15. nóvember: Fagnað verður sjálfstæði Póllands með listum, tónlist, þjóðbúningum, sögustund á pólsku með íslenskum texta og ratleik fyrir börn, bæði á íslensku og pólsku.
6. desember: Święty Mikołaj, pólskur jólasveinn, mætir ásamt Grýlubarni og skemmtir börnum.
Fjölskyldustundir: Alla mánudaga fram í desember milli kl. 16 og 18, með fjölbreyttu föndri fyrir alla.
Bókasafn Hafnarfjarðar leggur áherslu á að allir viðburðir séu opnir öllum gestum að kostnaðarlausu.
Grunnurinn Hamranesskóla er risinn. Hverfið er að taka á sig fulla mynd eins og myndir ljósmyndarans Ragnars Th. Sigurðssonar fyrir…
Nú má panta samtal við Valdimar Víðisson bæjarstjóra á netinu. Hnappur er kominn á forsíðu vefjar bæjarins.
Lokun gatna á opnunartíma Jólaþorpsins. Í gildi frá 14.nóvember kl.17:00 til 23.desember kl.20:00.
Vegna flugeldasýningar verður Fjarðargata lokuð föstudaginn 21.nóvember milli kl.19:15-19:30.
Valdimar Víðisson bæjarstjóri tók á móti hafnfirska Neyðarkallinum í dag. Hafnarfjarðarbær styrkir Björgunarsveit Hafnarfjarðar með kaupum á Neyðarkallinum.
Tillaga að fjárhagsáætlun 2026 var lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar til fyrri umræðu í dag, miðvikudaginn 5. nóvember 2025.
Já, það verður eitthvað gott í pokahorninu og búast má við að allir sem þangað mæti fái eitthvað fallegt á…
Hafnfirskir sundgarpar hafa synt lengst í landsátakinu Syndum tvö ár í röð. Átakið var sett í 5. sinn í gær.
Spennan magnast. Jólaþorpið rís þessa dagana og opnar 14. nóvember. „Hvert einasta ár finnum við nýjar leiðir til að gera…
UPPFÆRT: Hrekkjavakan er á morgun! Veðrið gæti þó spillt fyrir gleðinni. Úrhelli í kortunum. Við hvetjum ykkur til að fylgjast…