Pop-up á Thorsplani – Hinsegin Hittingar í Hafnarfirði og Gleðigangan 2024

Fréttir

Hafnarfjarðarbær fagnar fjölbreytileikanum og mun halda áfram að ryðja veginn í átt að fullu jafnrétti og virðingu. Hafnarfjarðarbær mun taka virkan þátt í hápunkti Hinsegin daga, sjálfri Gleðigöngunni þar sem hinsegin fólk sameinast í ákalli um litríkara samfélag og fram fer laugardaginn 10. ágúst kl. 14.  Í tilefni af gleðigöngunni þá verður pop-up í samstarfi við Hinsegin Kaupfélagið á Thorsplani, miðvikudag, fimmtudag og föstudag frá klukkan 16:00 – 18:00.

Pop-up á Thorsplani

Í tilefni hinsegin daga hefur heilsubærinn Hafnarfjörður fjárfest í bæklingum með fróðlegum upplýsingum um Pride fánann. Þau Sigmar Ingi Sigurgeirsson hjá HHH og Dagný Kára Magnúsdóttir hjá vinnuskóla Hafnarfjarðar, sáu um að keyra út bæklingunum í gær.

Heilsubærinn og HHH hvetur stofnanir til að flagga, sýna stuðning og gera bæinn okkar litríkan á þessum frábæru dögum!

Í tilefni af gleðigöngunni þá verður pop-up í samstarfi við Hinsegin Kaupfélagið á Thorsplani, miðvikudag, fimmtudag og föstudag frá klukkan 16:00 – 18:00 (15:00-17:00, 9.ágúst). Þar verður meðal annars hægt að:

  • Kaupa varning til styrktar hinsegin daga
  • Læra og fræðast um hinseginleikann
  • Búa til skilti fyrir gleðigönguna

“Endilega komið og kíkið á okkur og styðjið gott málefni, gerum skilti fyrir gleðigönguna og fræðumst um hinseginleikann!” Segir Dagný Kára Magnúsdóttir.

Sjá viðburð á Thorsplani á Facebook

 

þú hýri Hafnarfjörður – Gleðigangan 2024

Fjölbreytileiki er forsenda framfara og með því að fagna fjölbreytileikanum sköpum við heilbrigðara samfélag fyrir okkur öll!
Hafnarfjarðarbær fagnar fjölbreytileikanum og mun halda áfram að ryðja veginn í átt að fullu jafnrétti og virðingu. Hafnarfjarðarbær mun taka virkan þátt í hápunkti Hinsegin daga, sjálfri Gleðigöngunni þar sem hinsegin fólk sameinast í ákalli um litríkara samfélag og fram fer laugardaginn 10. ágúst kl. 14. Hinsegin hittingar í Hafnarfirði og jafningjafræðsla Vinnuskóla Hafnarfjarðar standa að framkvæmdinni og hvetja íbúa, starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar og öll áhugasöm til að fjölmenna og taka þátt í göngunni undir merkjum Hafnarfjarðarbæjar.
  • Gengið verður frá Hallgrímskirkju kl. 14 en mæting fyrir þau sem vilja ganga í hópi Hafnarfjarðarbæjar er kl. 13. Á staðnum verða fánar og skraut í takmörkuðu magni þannig að fyrstir koma, fyrstir fá!
  • Almennar upplýsingar um Gleðigönguna 2024
  • Sjá viðburð gleðigöngunar á Facebook

Komdu með!

 

Frelsi til að elska. Frelsi til að vera. Frelsi til að fagna

Hinsegin Hittingar í Hafnarfirði (HHH) eru staðsettir í Hvaleyrarskóla, en voru upphaflega í Víðistaðaskóla (Hrauninu). Hittingurinn er hugsaður fyrir ung­menni í 5.-10. bekk sem skilgreina sig hinsegin, á einhvern hátt, eru í hinsegin pælingum og/eða áhugasöm um hin­segin málefni. Fyrirmyndin er Hinsegin félagsmiðstöðin í Reykjavík þar sem hittingar og hópastarf hafa gengið vonum framar.

„Þaulreynt starfsfólk starfar í HHH. Þegar ungmennin koma með hug­myndir til okkar þá gerum við okkar allra besta að koma þeim í framkvæmd í samstarfi við ungmennin. Markmið starfsins er að þau upplifi sig örugg, velkomin og fái tækifæri til að blómstra í sínu. Starfið byggir að stórum hluta á jafningja­fræðslu og fá ungmennin meðal annars það verkefni að vekja athygli á málefn­um hinsegin ungmenna og fagna fjölbreytileikanum hér í Hafnarfirði. Við hvetjum alla Hafnfirðinga sem áhugasamir eru um HHH til að kynna sér starfið, hvetja þau áfram sem vilja kynna starfið og mæta á hittingana okkar. Við tökum vel á móti öllum.” Segir Sigmar Ingi Sigur­geirsson.

HHH er á Instagram og  Facebook

Viðtal frá 2023 í Fjarðarfréttum: Hinsegin hittingur í Hafnarfirði – Fjarðarfréttir (fjardarfrettir.is)

Ábendingagátt