Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær hefur að undanförnu gengið til samninga við lóðarhafa um uppbyggingu tæplega 600 íbúða í grennd við suðurhöfnina í Hafnarfirði, það er við Hvaleyrarbraut og Óseyrarbraut.
Í dag voru undirritaðir samningar um uppbyggingu 148 íbúða við Hvaleyrarbraut 4 til 12 annars vegar og hins vegar 110 íbúða auk þjónusturýmis við Hvaleyrarbraut 20. Nýlega var gengið frá samkomulagi um uppbygginu 190 íbúða á Óseyrarbraut 13. Þá var greint var frá því í sumar að 144 íbúðir munu rísa við Hvaleyrarbraut 26-30 ásamt þjónusturýmum.
Samtals hefur því verið samið um uppbyggingu 592 íbúða á svæðinu. Frekari uppbygging íbúða og þjónustu er fyrirhuguð á þessu svæði á komandi árum og mun hún hafa mikil og jákvæð áhrif á ásýnd og mannlíf bæjarins.
„Við trúum því að Hafnarfjörður verði enn eftirsóknarverðari fyrir bæði íbúa og gesti við blöndun byggðarinnar. Það er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreytta möguleika til búsetu í bænum og verður án efa eftirsótt að búa í nánd við sjóinn og höfnina í firðinum fagra,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.
Íbúðahverfin sem um ræðir markast af Hvaleyrarbraut, Lónsbraut og Óseyrarbraut sunnan hafnarsvæðisins, m.a. svokallað Óseyrarhverfi. Lóðirnar hafa fram til þessa verið nýttar undir ýmiskonar atvinnustarfsemi. Margar núverandi bygginga eru komnar til ára sinna og hafa þjónað sínu hlutverki.
„Notkun svæðisins hefur einfaldlega breyst í gegnum árin og er því mikilvægt að nýta þetta fallega svæði betur,“ segir Rósa.
Fyrirhuguð uppbygging við Hafnarfjarðarhöfn styður við nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, Höfuðborgarsvæðið 2040, þar sem lögð er áhersla á þéttingu byggðar og nærþjónustu.
„Hafnarsvæðið er mjög spennandi valkostur og lykilsvæði í bænum fyrir þéttingu byggðar. Það er framför að hverfa frá því að landssvæðin við sjó í þéttbýli séu eingöngu nýtt undir atvinnustarfsemi, eins og áður var, og gefa íbúum bæjarins tækifæri til að búa á stórkostlegum útsýnissvæðum.“
Mynd/Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri, Bjarki Brynjarsson og Eiríkur Óli Árnason frá Hvaleyri fasteignir ehf. undirrituðu í gær samkomulag um uppbyggingu á Hvaleyarabraut 20.
Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, býður ykkur hjartanlega velkomin á aðventunni. Safnið er vel staðsett við Strandgötu 34, í göngufæri…
Kakí og Kailash eru rótgrónar verslanir í Strandgötunni sem gaman er að heimsækja í aðdraganda jóla sem og aðra draga.…
Hafnarfjarðarbær og Hress heilsurækt hafa undirritað og handsalað samning um heilsueflingu fyrir 65 ára og eldri íbúa Hafnarfjarðar. Heilsueflingin miðast…
Kjörfundur í Hafnarfirði vegna alþingiskosninganna laugardaginn 30. nóvember 2024 hefst kl. 9 og lýkur kl. 22. Kjörstaðir í Hafnarfirði eru…
Brikk á Norðurbakkanum er flaggskip þessa bakaríis enda það stærsta í keðjunni. Jólin lita bakaríð og deilir Oddur Smári Rafnsson…
Framkvæmdum við nýjan leikskóla, Áshamar í Hamranesi, miðar vel áfram og stefnir allt í að áfangaskil í desember og verklok…
Grýluhellir stendur alla aðventuna fyrir framan Pakkhús byggðasafnsins á Vesturgötunni. Börnin og fullorðnir geta kíkt inn, notið.
Geitungungarnir verða með opið hús mánudaginn 2. desember. Þeir hefja undirbúning jólamarkaðar þar strax eftir sumarið. Þar er hægt að…
Þrjú verkefni hlutu í dag styrk úr sjóði Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur og voru styrkirnir afhentir með laufléttri athöfn…
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri skoðaði viðamiklar hótelframkvæmdir sem nú eiga sér stað við Fjörukrána. Rósa hefur farið víða í haust og…