Sérstakar húsaleigubætur – endurskoðun á fyrirkomulagi

Fréttir

Fjölskylduráð samþykkti að fundi sínum í morgun að leggja til við bæjarstjórn að draga til baka  að sinni ákvörðun um breytingu á sérstökum húsaleigubótum sem samþykkt var í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 þann 9. desember síðastliðinn.

Fjölskylduráð samþykkti að fundi sínum í morgun að  leggja til við bæjarstjórn að draga til baka  að sinni ákvörðun um breytingu á sérstökum húsaleigubótum sem samþykkt var í fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 þann 9. desember síðastliðinn.

Fjölskylduráð samþykkti einnig að taka til ítarlegrar endurskoðunar fyrirkomulag á sérstökum húsaleigubótum.  Farið verður yfir reglur og fjárhæðir sem um sérstakar húsaleigubætur gilda og hvort tveggja skoðað aftur í tímann, meðal annars hvað það varðar til hverra rétturinn til þessa fjárstuðnings tekur.

Við skoðunina verður horft til samanburðar á umgjörð sérstakra húsaleigubóta milli sveitarfélaga, þar sem kjör í Hafnarfirði eru borin saman við sambærileg sveitarfélög.

Miða skal við að niðurstaða liggi fyrir þegar rekstrarúttekt á sveitarfélaginu verður kynnt eða eigi síðar en í lok apríl 2015.

Hér er hægt að sjá fundargerðina frá því morgun en þar er m.a. hægt að sjá kynningu frá því í október 2014, minnisblað og samanburð á húsaleigubótum við önnur sveitarfélög.

Ábendingagátt