Siglingaklúbburinn Þytur í 50 ár

Fréttir

Margt var um manninn þegar hafnfirski Siglingaklúbburinn Þytur hélt upp á hálf-aldarafmæli félagsins í húsakynnum Þyts við höfnina í gær, sunnudag. Hafnarfjarðarbær var meðal þeirra sem færði félaginu veglega gjöf í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá stofnun félagsins, 19. apríl 1975.

50 ár frá stofnun hafnfirska siglingaklúbbsins

Margt var um manninn þegar hafnfirski Siglingaklúbburinn Þytur hélt upp á hálf-aldarafmæli félagsins í húsakynnum Þyts við höfnina í gær, sunnudag. Hafnarfjarðarbær var meðal þeirra sem færði félaginu veglega gjöf í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá stofnun félagsins, 19. apríl 1975.

Félagsmenn og velunnendur Þyts rifjuðu upp góðar stundir liðinna ára og þökkuðu vel fyrir stuðninginn og vegferðina til dagsins í dag. Samhliða því tóku félagsmenn og stjórn vel á móti veglegum gjöfum, nutu góðra veitinga og félagsskaps við hálf-aldar fögnuðinn.

Valdimar afhendir formanni Þyts, Helgu Veronicu Foldar gjöf frá bænum.

Valdimar Víðisson, bæjarstjóri, ávarpaði gesti um mikilvægi starfsins, þá sérstaklega í sambandi við þá ómentanlegu reynslu og gleði sem það hefur veitt grunnskólabörnum og ungmennum síðustu áratugi, sem og til komandi ára. Við getum verið ákaflega stolt af því að eiga þessa ríku sögu og gefandi starf siglingarklúbbsins Þyts í bænum.

Stofnandi Þyts tók vel undir það og minntist í leið þeirra sem hafa fallið frá en gegndu lykilhlutverki í stofnun og reksturs félagsins. Við lok ræðuhalda, skapaðist fögur stund þegar hann varð fyrstur til að vera sæmdur heiðurorðu félagsins. Enda hefði félagið ekki orðið að veruleika nema fyrir öflugt starf hans frá upphafi.

Alhliða siglingaklúbbur fyrir alla aldurshópa

„Siglingaklúbburinn Þytur var stofnaður þann 19. apríl 1975 af nokkrum Hafnfirskum áhugamönnum um siglingar. Aðdragandinn að stofnun klúbbsins var, að árið 1971 hafði sjóskátaklúbbur á vegum Skátafélagsins Hraunbúa tekið til starfa, auk þess sem æskulýðsráð Hafnarfjarðar hleypti af stokkunum siglingaklúbbi fyrir unglinga á sama tíma. Störfuðu þessir klúbbar áfram og urðu síðan uppistaðan í Siglingaklúbbnum Þyt, sem er alhliða siglingaklúbbur fyrir alla aldurshópa.“

Innilega til hamingju með 50 árin!

 

Ábendingagátt