Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Sigríður Guðrún Jónsdóttir, dagmamma til 51 árs, stóð á starfsdegi dagforeldra með fangið fullt af blómum eftir ævistarfið sem litaði líf hennar gleði.
„Þú hefur gætt yfir 300 barna á ferli þínum, aðstoðað foreldra þeirra, alið upp þín eigin börn, snert líf vina þeirra, tengdabarna þinna, barnabarna og þá á eftir að nefna aðra fjölskyldumeðlimi, eigin vini og okkur samstarfsfólk þitt,“ sagði Ellý Erlingsdóttir, formaður Samtaka dagforeldra í Hafnarfirði, við Sigríði Guðrúnu Jónsdóttur dagmömmu til 51 árs og afhenti henni þakklætisvott á starfsdegi dagforeldra í Hafnarfirði 4. október. „Þú hefur verið stór hluti af starfsstéttinni alla tíð og unnið hörðum höndum fyrir stéttina.“
Sigríður hóf störf sem dagmóðir 1. október 1973. Nú starfa 22 sem dagforeldrar í Hafnarfirði, þar af fjórar í pörum.
Stefndi á að starfa í hálfa öld
Sigríður segir að hún hafi stefnt á að ná árunum 50 sem svo hafi orðið 51. Hún hætti í júní í ár og er afar ánægð að fá aðlögun að sínu nýja lífi með litla 5 mánaða langömmubarnið sitt á heimilinu á meðan foreldrar hennar, barnabarn hennar, bíður eftir húsnæði eftir búsetu erlendis.
„Já, hún er fyrsta langömmubarnið en brátt verða þau þrjú,“ segir Sigríður sem sjálf á fimm börn og var orðin þriggja barna móðir 22 ára gömul. Þá flutti hún með fjölskylduna á Blómvang í eigið húsnæði.
„Mér finnst svo gaman að sjá hvað hún hefur þroskast á meðan hún hefur búið hjá mér í nokkrar vikur, vá,“ segir Sigríður sem verður 75 ára í desember.
En hvað breyttist við starfið á fimmtíu árum. „Launin eru betri en þau voru áður,“ segir hún og lýsir löngum vinnudögum, tvískiptum dögum, allt til hálf átta á kvöldin í fyrstu. „En ég fann þó hvað matarverð hækkaði síðustu þrjú árin. Svakalega,“ segir hún. „Undanfarin ár var ég líka með krakka á sérfæði. Ég var kannski með fjórar tegundir af mjólk. Þetta var ekki hér áður fyrr.“
En hafa börnin breyst? „Ég veit það ekki. Ég var heppin, þau voru góð.“ Eitt og eitt hafi verið erfitt í fyrstu. En hvað fannst börnunum hennar um að hafa önnur börn alltaf á heimilinu? „Dóttir mín vildi hafa þau einnig um helgar,“ segir hún.
Spurð segir hún ekki viss hvort árin 51 sem dagmáðir sé Íslandsmet. Vinkona hennar Guðbjörg Viggósdóttir, Bíbí, hafi starfað ansi lengi. „Við erum vinkonur, ég spyr hana næst þegar við hittumst,“ segir hún og brosir með bleik skrautgleraugu í tilefni dagsins.
Sigríður gerði tilraun til að skipta um starfsvettvang en hætti snarlega við. „Ég fór að vinna á Hrafnistu í Hafnarfirði. Ég man ekki hvort ég náði einum eða tveimur dögum. Mér fannst klukkan ekki hreyfast,“ segir hún en tíminn líði með börnum.
„Já, ég var mikil rútínumanneskja og hef alltaf verið í mínu lífi. Ég var með ofboðslega góða aðstöðu, bæði inni og úti í baklóð. Svo fór ég í göngutúra með tvíburakerru til að breyta til. Svo eitt árið var ég með fjögur börn í stað fimm og fann muninn,“ segir Sigga. „Ég vann mikið fyrir sömu fjölskyldurnar.“ Sigríður var einnig lengi formaður sóknarnefndar Víðistaðakirkju, eða í tæpan áratug.
Blár leðurjakkinn, bleik taska. Sigga hefur í gegnum árin stundum verið kenndi við uppáhalds lit sinn, kölluð Sigga bleika. Hefur hún alltaf verið svona litrík? „Alltaf, alveg frá því að ég fæddist,“ segir hún.
„Mamma sagði að þegar ég var lítið barn, fór ég með henni í strætó að kaupa efni, því hún saumaði svo mikið. Svo stóð ég fyrir framan spegilinn og spurði: Er þetta í stíl, passar þetta saman?“
Bleiki liturinn hafi heillað. „Ég hef alltaf verið rosalega bleik, en núna reyni ég að fara í aðra liti líka, svo fólk haldi nú ekki að maður sé eitthvað skrítinn,“ segir hún og hlær.
„Ég var mikið í gulu í september, þar sem það var guli mánuðurinn. Núna þennan mánuðinn í bleiku enda bleikur október,“ segir hún og hlær.
En af hverju að vinna til 74 ára aldurs. „Pabbi var byggingameistari og vann til 78 ára aldurs, bróðir minn líka. Þetta virðist vera í genunum.“
Þakklæti. Við erum virkilega þakklát að þú hafir starfað svona lengi í Hafnarfirði og gefið af þér til allra þessara fjölskyldna. Innilegar þakkir fyrir einstaka starfselju Sigríður. Takk.
Ásta Sigurhildur Magnúsdóttir fagnaði 100 ára afmæli þann 3. nóvember sl. Af því tilefni heimsótti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri afmælisbarnið í…
Nú hafa ærslabelgirnir í Hafnarfirði verið lagðir í vetrardvalann. Við getum þó öll farið að hlakka til því stefnt er…
Tillaga að fjárhagsáætlun 2025 var lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar til fyrri umræðu í dag, miðvikudaginn 6. nóvember. Fjárhagsleg staða Hafnarfjarðarbæjar…
Alls bárust þrjár umsóknir um stöðu leikskólastjóra Tjarnaráss, en staðan var auglýst þann 12.október sl. og umsóknarfrestur rann út þann…
Lilja Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra, og Maciej Duszynsk, settur sendiherra Póllands hér á landi, heimsóttu Bókasafn Hafnarfjarðar á dögunum. Þau…
Samningur sem kveður á um víðtækt samstarf á sviði endurhæfingar og samhæfingu þjónustunnar þvert á kerfi var undirritaður í dag.…
Vegna flugeldasýningar verður Fjarðargata á móts við verslunarkjarnan Fjörð (frá Bæjartorgi að Fjarðartorgi), lokuð tímabundið föstudaginn 22.nóvember milli kl.19:20 og…
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.…
Samstarfssamningur við Samtökin 78 hefur verið endurnýjaður fyrir skólaárið 2024-2025. Samstarfið hefur staðið frá árinu 2016. Samstarfið gefur færi á…
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri tók á móti hafnfirska Neyðarkallinum í dag. Hafnarfjarðarbær styrkir Björgunarsveit Hafnarfjarðar með kaupum á Neyðarkallinum.