Skæri og blað – listasmiðja

Fréttir

Á sunnudaginn kl. 14 býður Hafnarborg fjölskyldum að koma og skapa eitthvað fallegt saman í formi listaverks eða bókverks í tilefni Bóka- og bíóhátíðar barnanna.

Í tilefni af  Bóka- og bíóhátíð Hafnarfjarðar  verður haldin listasmiðjan: Skæri – blað – listaverk, í Hafnarborg sunnudaginn 21. febrúar kl. 14.
 

Sunnudaginn 21. febrúar kl. 14 býður Hafnarborg
fjölskyldum að koma og skapa eitthvað fallegt saman í formi
listaverks eða bókverks.  Efniviðurinn verður bækur, pappír og texti og sem
hægt er að klippa, líma eða brjóta saman í origami. Við upphaf smiðjunnar
verður boðið uppá leiðsögn um sýningu Ragnhildar Jóhanns, DIKTUR, sem nú stendur yfir í Sverrissal safnsins en
Ragnhildur vinnur með notaðar bækur sem í meðförum hennar umbreytast og öðlast
annað líf.

Nánari upplýsingar um Hafnarborg hér

Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði

Þessi nýja menningarhátíð, sem stendur yfir í eina viku, er nú haldin í fyrsta skipti og endurspegla viðburðir vikunnar áherslu á bækur og kvikmyndir og skapandi og skemmtileg verkefni sem tengjast hvoru tveggja. Tilgangur hátíðarinnar er að efla áhuga barna enn frekar á lestri og læsi í víðum skilningi og mun hátíðin styðja við læsisverkefni leik- og grunnskóla bæjarins sem í gangi hefur verið síðustu misseri. Hátíðin er haldin í nánu samstarfi Hafnarfjarðarbæjar við Bókasafn Hafnarfjarðar, grunnskóla, leikskóla, Hafnarborg, Byggðasafn, Bæjarbíó, Verslunarmiðstöðina Fjörð og fleiri aðila.

Yfirlit yfir viðburði hátíðar að finna hér eða á Facebooksíðu hátíðarinnar,

Ábendingagátt