Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 1. febrúar 2023 tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og að málsmeðferð yrði í samræmi við  30. gr. laga 123/2010. Forsendur breytinga er að unnið er að því að bæta hafnaraðstöðu í Straumsvíkurhöfn, bæta tengingar milli Straumsvíkurhafnar og iðnaðarsvæða sunnan Reykjanesbrautar og almennt bæta umferðaskipulag við Kapelluhraun.

Gerð er breyting á afmörkun Straumsvíkurhafnar (H4) sem stækkar úr 24ha í 25,1ha. Höfnin er stækkuð til að hægt sé að leggja nýjan tengiveg á landfyllingu að höfninni. Ný hafnartenging er afmörkuð á uppdrátt frá nýjum undirgöngum undir Reykjanesbraut að Iðnaðarsvæði I5.

Ný undirgöng eru afmörkuð undir Reykjanesbraut sem tengja saman svæði norðan og sunnan Reykjanesbrautar. Ný tengibraut er afmörkuð milli iðnaðarsvæða I3 og I4. Tengibrautin tengist norðursvæði um undirgöng undir Reykjanesbraut og tengist hringtorgi við Krýsuvíkurgatnamót. Samhliða er gerð breyting á fyrirkomulagi göngu- og hjólastíga. Þá er gerð breyting á legu vegna umhverfis iðnaðarsvæði I4 þar sem vegum er hnikað til.

22153_230418_br_ask_Hafnarfjardar_grg (.pdf)

ASK_2013_2025_Straumsvikurhofn (.pdf)

Tillaga að breytingu breytingu á deiliskipulagi Reykjanesbrautar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 01.03.2023 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Reykjanesbrautar skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í breytingunni felst breyting á afmörkun deiliskipulagsins vegna nýs deiliskipulags Straumsvíkur sunnan Reykjanesbrautar.

Einnig er gert ráð fyrir nýjum undirgöngum undir Reykjanesbraut austan við lóð Álversins.

Breyting á deiliskipulagi Reykjanebrautar(.pdf)

 

Tillaga að breytingu breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðisins í Straumsvík

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 15.02.2023 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi álversins í Straumsvík skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í breytingunni er gert ráð fyrir stækkun hafnarsvæðis með stækkaðri landfyllingu og nýjum aðkomuvegi að svæðinu.

22153_230418_br_dsk_alversins-i-Straumsvik_grg_apríl 2023(.pdf)

BR-DSK-T-U-01(.pdf)

 

Tillaga að breytingu á nýju deiliskipulagi fyrir Kapelluhraun sunnan Reykjanesbrautar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 15.02.2023 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði í Kapelluhrauni,  sunnan Reykjanesbrautar skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í tillögunni felst að sniðinn er rammi um iðnaðarhverfi í samræmi við breyttar áherslur í aðalskipulagi Hafnarfjarðar.

Um er að ræða svæði er liggur á milli iðnaðarhverfis 2. áfanga Kapelluhrauns og Reykjanesbrautar, sem er skipt upp í rúmlega 30 nýjar lóðir fyrir iðnaðar- og athafnastarfsemi.

Þar á meðal eru lóðir undir þegar byggð mannvirki ÍSAL. Á skipulagssvæðinu megi koma fyrir Coda Terminal, móttöku- og förgunarstöð

 

101903-SKY-001-V01_Greinargerd-Kapelluhraun (.pdf)

DSK-Kapelluhraun-23-feb-2023(.pdf)

 

 

Tillaga að á nýju deiliskipulagi fyrir Rauðamelsnámu

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 01.03.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í tillögunni felst afmörkun 15,7 ha efnistökusvæðis við Rauðamel sunnan Reykjanesbrautar. Gert er ráð fyrir 1,6 ha byggingarreit á svæðinu þar sem heimilt verði að reisa allt að 6 mannvirki, samtals 500m² að hámarki.

Aðkoma verði um Barböruveg. Þegar efnistöku er lokið ber að ganga frá svæðinu þannig að það falli vel að umhverfi sínu.

22153_230411_DSK_T_01_Raudamelsnama (.pdf)

 

Tillaga að breytingu á skipulagsmörkum fyrir Hvaleyri

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 13. september 2023 að auglýsa tillögu að breytingu á skipulagsmörkum fyrir deiliskipulag Hvaleyrar.

Breyting á deiliskipulaginu fellst í eftirfarandi: mörk skipulagssvæðisins breytast vegna breytingar á deiliskipulagsmörkum álversins í Straumsvík.

Skipulagssvæðið minnkar þannig að vegtenging frá Reykjanesbraut að dælu- og hreinsistöð fellur út úr deiliskipulagi Hvaleyrar en verður þess í stað innan deiliskipulags álversins í Straumsvík.

Minnkun skipulagssvæðisins er um 2500m². Fyrir utan breytingar þessar gildir áfram greinargerð deiliskipulags sem var samþykkt 13.12.2005, m.s.br.

Haldinn var kynningarfundur í Bæjarbíó þann 25. apríl sl.  hér er upptaka af þeim fundi:

Skipulagsmál tengd Straumsvík – upptaka og gögn frá fundi | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um Coda Terminal verkefnið:

Coda Terminal – Carbfix

23018-DSK_01-dsk(.pdf)

———————————–

Þar sem málsmeðferð erindanna var ábótavant við síðustu auglýsingu, voru þau tekin fyrir aftur í sveitarstjórn þann 13. september sl. og er auglýst að nýju með athugasemdarfresti til 30. okóber 2023. 

Skipulagstillögurnar ásamt fylgigögnum verða til sýnis á umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2 og í þjónustuveri að Strandgötu 6 dagana 18. september – 30. október 2023

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til 30. október nk. með rafrænum hætti í gegnum vef skipulagsgáttar eða á netfangið: skipulag@hafnarfjordur.is

Ábendingagátt