Skólastjórnendur höfuðborgarsvæðisins hittust í Bæjarbíói

Fréttir

Leikskólastjórar og aðstoðarleikskólastjórar í Kraganum, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði hittust í Bæjarbíói 8. maí og hlustuðu á erindið Hæglæti í skólastarfi.

Fókus settur á hæglæti í skólastarfi

Leikskólastjórar og aðstoðarleikskólastjórar í Kraganum, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði hittust í Bæjarbíói 8. maí og hlustuðu á erindið Hæglæti í skólastarfi.

Kristín Dýrfjörð og Anna Magnea Hreinsdóttir fjölluðu um hugmyndafræði hæglætis (e. Slow pedagogy) í leikskólastarfi, með áherslu á gildi tíma, skynjunar og jafnvægis í námi ungra barna.

Hæglæti fyrir meðvitað val

Byggt er á rannsóknum sem sýna að hraði og álag í skólastarfi getur dregið úr vellíðan, sköpun og tengslum. Hæglæt sem fagleg afstaða felur í sér meðvitað val um að rækta dýpri tengsl við börn, námsefni og starfsumhverfi með því að draga úr óþarfa hraða og streitu.

Þróunarverkefnið Stilla, sem unnið er í samstarfi fjögurra leikskóla og háskólasamfélagsins, var einnig kynnt.  Þar er markmiðið að efla hæglæti leikskólastarf með áherslu á ígrundun, faglegt samtal og lýðræðislega forystu. Gefinn var góður tími í umræður og til þess að ígrunda hæglæti.

Þetta var frábær morgunn, ekki einungis til þess að hlusta á erindin og fræðast heldur líka til þess að hitta kollega, mynda sterkari tengsl og fá sér smá kaffi!

Ábendingagátt