Staða sorphirðumála í Hafnarfirði

Fréttir

Nokkuð vel gengur að vinna upp þá seinkun sem orðið hefur á sorphirðu síðustu daga og vikur þó að seinkun sé enn til staðar. Þjónustuaðili hefur markvisst unnið upp seinkun með losun utan hefðbundins þjónustutíma og mun gera áfram um helgina. Samkvæmt verkáætlun ætti sorphirða að vera komin á nokkuð rétt ról næstkomandi mánudag, að því gefnu að mikilvægir undirliggjandi þættir eins og; veður, færð, tæki og mönnun gangi upp.

Sorp flokkun

Ráðgert að sorphirða verði komin á rétt ról á mánudag

Nokkuð vel gengur að vinna upp þá seinkun sem orðið hefur á sorphirðu síðustu daga og vikur þó að seinkun sé enn til staðar. Þjónustuaðili hefur markvisst unnið upp seinkun með losun utan hefðbundins þjónustutíma og mun gera áfram um helgina. Samkvæmt verkáætlun ætti sorphirða að vera komin á nokkuð rétt ról næstkomandi mánudag, að því gefnu að mikilvægir undirliggjandi þættir eins og; veður, færð, tæki og mönnun gangi upp.

Staða mála fimmtudaginn 18. janúar

Þessa dagana er að eiga sér stað losun á blönduðum úrgangi og matarleifum í takti við meðfylgjandi:

  • Föstudagur – Ásland og Norðurbær
  • Laugardagur – Álfaskeið, Norðurbakki og Norðurbær

Ráðgerð seinkun á mánudagsmorgun nær til losunar á blönduðum úrgangi og matarleifum á Álfaskeiði og losunar pappírs og plasts við Hringbraut og í miðbæ, vesturbæ og Hvömmum. Að öðru leyti á sorphirða í Hafnarfirði að vera samkvæmt sorphirðudagatali.

Sorphirðudagatal á vef bæjarins

Sorphirðudagatal á vef bæjarins sýnir áætlaða losunardagsetningu á hvert heimilisfang. Íbúar eru vinsamlega beðnir um að athuga að um áætlaða losunardagsetningu er að ræða og er svigrúm til losunar í dagatali 1-3 dagar. Áfram er íbúum þakkað innilega fyrir sýndan skilning á stöðu mála í ástandi sem öll munu leggja áherslu á að endurtaki sig ekki.

Senda inn ábendingu

Sláðu inn götuheiti og fáðu dagsetningar fyrir þitt heimili

Upplýsingar um endurvinnslustöðvar og grenndarstöðvar Sorpu

Yfirlit yfir endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu 

Yfirlit yfir grenndarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu

Ábendingagátt