Steinar, Ægir hlutu hvatningarverðlaun og Bára Fanney

Barnvænt sveitarfélag Fréttir

Steinar Stephensen og Ægir Magnússon, skákmenn í Hvaleyrarskóla hlutu hvatningarverðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar 2025 í gærkvöldi. Bára Fanney Hálfdánardóttir fékk sérstaka viðurkenningu Foreldraráðs.

Fyrirmyndir heiðraðar af foreldraráðinu

Steinar Stephensen og Ægir Magnússon, skákupphafsmenn í Hvaleyrarskóla, hlutu hvatningarverðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar 2025 í Ástjarnarkirkju í gærkvöldi. Steinar og Ægir fengu verðlaunin fyrir að efla skákmenningu innan Hvaleyrarskóla. Bára Fanney fékk sérstök verðlaun foreldraráðsins fyrir starf Hauka fyrir Special Olympics en Haukar áttu tvö lið á alþjóðlegu móti í Svíþjóð.

Á fimmta tug tilnefninga

Vel á fimmta tug frábærra einstaklinga voru tilnefndir í ár. Tilnefningarnar hafa aldrei verið fleiri. Valdimar Víðisson bæjarstjóri opnaði viðburðinn. Þétt var setið, hreinlega fullt út úr dyrum.

„Það er auðvelt að segja að „það taki heilt þorp að ala upp barn“ en það er annað og meira að gera það. Hér í Hafnarfirði erum við lánsöm að eiga einstaklinga sem hafa ekki bara sagt þessi orð, heldur lifað þau í verki,“ sagði Valdimar eftir að hafa lagt áherslu á að ekkert verkefni væri mikilvægara fyrir öll sem starfi í þágu samfélagsins en að leggja grunn að farsæld og velferð barna og unglinga.

„Þið öll sem eruð tilnefnd hér í dag, framlag ykkar hefur skipt sköpum. Þið hafið lagt ykkar að mörkum til að efla tengsl foreldra og skóla, til að skapa vettvang þar sem rödd foreldra heyrist, þar sem börnin finna að þau eiga öflug bakland, ekki bara heima fyrir, heldur líka í samfélaginu öllu,“ sagði hann.

Fyrirmyndir í samfélaginu

Valdimar lagði einnig áherslu á hve miklar fyrirmyndir þau væru sem fengu verðlaun og tilnefningu. Starf þeirra væri óeigingjarnt, kveikti vonir og væri mikilvægt. Hann sagði foreldraráð einnig mikilvæg.

„Öflugt foreldraráð er ekki bara stuðningsaðili við skólana okkar, það er lykilaðili í því að byggja sterkara samfélag þar sem velferð barnanna er ávallt í forgrunni.“

Stella Björg Kristinsdóttir, fagstjóri forvarna- og frístundastarfs, sagið frá fundarröðinni Við erum þorpið; fundarröð um líðan og öryggi ungs fólks. Hún lagði áherslur á að áhrifaríkar aðferðir þurfi að unnar heildrænt og í samstarfi við foreldra og nærsamfélagið. Vala Steinsdóttir hélt einnig erindi.

Þau sem einnig voru tilnefnd:
  • Stephen Midgley á Tjarnarborg
  • Kristín Högna Garðarsdóttir, Víðistaðaskóla
  • Erna Þórey Jónasdóttir og Áslaug María Jóhannsdóttir, Lækjarskóla
  • Ásdís Reykdal, Öldutúnsskóla
  • Wendy Elaine Richards, Hvaleyrarskóla
  • Halla Eyberg, Lækjarskóla
  • Guðrún Jónsdóttir, Víðistaðaskóla
  • Helga Leifsdóttir Víðisstaðaskóla
  • Helga Leifsdóttir og Hjördís Hera Hauksdóttir Víðisstaðaskóla
  • Ásta Sigríður Ólafsdóttir Víðisstaðaskóla
  • Jóhanna Ómarsdóttir, Víðisstaðaskóla
  • Theodora Angel Dawson, Víðistaðaskóla
  • Guðný Hilmarsdóttir, Öldutúnsskóla
  • Halldóra Sigríður Guðvarðardóttir, Öldutúnsskóla
  • Kári Freyr Þórðarson og Erna Þórey Jónasson, Lækjarskóla
  • Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar
  • Bára Fanney Hálfdánardóttir, Haukar Körfuboltaþjálfari
  • Una Kristín Árnadóttir og Guðbjörg Pálsdóttir, Hraunvallaskóla
  • Björgvin Þór Þorgeirsson, FH handboltaþjálfari
  • Þorkell Jónsson, Haukar körfuboltaþjálfari
  • Hulda Helgadóttir, Lækjarskóla
  • Erla María Hilmarsdóttir Áslandsskóla
  • Brynjar Sigþórsson og Svavar Sigurðsson, FH fótboltaþjálfarar
  • Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukar handboltaþjálfari
  • Jón Teitur Sigmundsson, Hraunvallaskóla
  • Sif Heiða Guðmundsdóttir, Hvaleyrarskóla
  • Rósa Sjöfn Arndal Gunnarsdóttir Skarðshlíðarskóla
  • Emil Barja, Haukar körfuboltaþjálfari
  • Grunnskólinn Nú
  • Sigríður Dilja Vilhjálmsdóttir, Listdansskóla Hafnarfjarðar
  • Agnes Gísladóttir og Katrín Ásta Gísladóttir, bekkjarfulltrúar í Víðistaðaskóla
  • Sigurlaug Margrét Ómarsdóttir Víðistaðaskóla fyrir fagmennskuna
  • Fanný Yngvadóttir, Skarðshlíðarskóla
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir, Víðistaðaskóla
  • Jenný Ósk Óskarsdóttir, Hraunvallaskóla
  • Kristín Erna Blöndal, Fríkirkjan í Hafnarfirði

Sjáðu fyrir hvað þau voru tilnefnd í kynningu foreldraráðsins hér.

Innilega til hamingju öll.

Ábendingagátt