Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Endursamið hefur verið við Janus heilsueflingu og býðst Hafnfirðingum, 65 ára og eldri, áfram næstu tvö árin að taka þátt í markvissri heilsurækt hjá þeim.
Hafnfirðingum, 65 ára og eldri, býðst áfram næstu tvö árin að taka þátt í markvissri heilsurækt hjá Janusi heilsueflingu. Bærinn endurnýjaði nýverið samstarf sitt við fyrirtækið. Íbúum bæjarins gefst því kostur á hreyfingu með áherslu á þol- og styrktarþjálfun auk fræðslu um næringu og aðra heilsutengda þætti á niðurgreiddu verði. Ávinningurinn samstarfsins er fjórþættur:
Markmiðið er að stuðla að betri velferð og heilsu Hafnfirðinga. Horft er til þess að eldra fólk geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf og notið lífsins sem allra lengst.
Verkefnið er skipulagt til tveggja ára og sett upp í fjórum sex mánaða þrepum. Heilsufarsmælingar fara fram áður en þjálfun hefst og síðan á sex mánaða fresti eða við lok hvers sex mánaða þreps. Að þeim tíma liðnum eru sett upp skipulögð framhaldsþjálfun fyrir þátttakendur.
Þjálfun er undir leiðsögn háskólamenntaðra heilsuþjálfara þrisvar í viku fyrstu tvö þrepin, styrktarþjálfun tvisvar sinnum í viku og þolþjálfun einu sinni í viku. Stefnt er að aukinni sjálfbærni og auknu heilsulæsi þátttakenda. Til að mæta aukinni sjálfbærni þátttakenda stendur þeim heilsu-app til boða auk þess sem þeir vinna eftir þjálfunaráætlunum, annars vegar fyrir þolþjálfun og hins vegar fyrir styrktarþjálfun.
Til að styðja enn frekar við heilsutengdar forvarnir og auka vægi heilsulæsis og sjálfbærni eru skipulögð fjögur fræðsluerindi um heilsutengda þætti í hverju þrepi, samtals 16 fræðsluerindi á tveimur árum. Sérstök áhersla er lögð á næringu auk annarra heilsutengdra þátta eins og lyfjanotkun og þjálfun, jafnvægi, svefn og heilsu og núvitund.
Janus Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðingur, og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri rita undir áframhaldandi samstarf í þágu heilsu Hafnfirðinga.
Janus Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðingur, stendur að baki þessa verkefnis. Hann vann doktorsverkefnið Fjölþætt heilsuefling 65+ í Hafnarfirði – Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa og hefur á undanförnum árum sérhæft sig í heilsueflingu eldra fólks.
Að baki verkefninu liggja niðurstöður rannsóknar Janusar sem sýna að með markvissri þátttöku í fyrirbyggjandi heilsueflingu eldri aldurshópa megi bæta hreyfigetu, auka afkastagetu þeirra, sér í lagi þol, styrk og hreyfigetu, bæta lífsgæði og koma í veg fyrir hreyfiskerðingu. Þá er markmið einnig að gera fólk sjálfbæra á eigin heilsueflingu, þannig að það geti í kjölfarið valið sér heilsuræktarstað til að sinna heilsueflingu sinni áfram á eigin forsendum.
En hvað kostar þjónustan þá? Janus heilsuefling innheimtir mánaðargjöld af þátttakendum. Innifalið í þátttakendagjöldum eru þátttaka í verkefninu, líkamsræktarkort í heilsuræktarstöð í bænum og önnur þjónusta og umsýsla.
Mánaðargjöld þátttakenda við undirritun þessa samnings eru 13.990 kr. fyrir 12 mánaða binditíma og 14.990 kr. fyrir 6 mánaða binditíma.
Já, það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig! Njótum lífsins saman.
Nánari upplýsingar hjá Janusi heilsueflingu hér.
Að jafnaði fylla Hafnfirðingar sextán gáma af garðúrgangi við vorhreinsum ár hvert. Vorhreinsunardagarnir verða 8.-11. maí í ár. Bærinn kemst…
Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fór fram Sumardaginn fyrsta eins og venjulega. Börnin kepptumst við og luku hlaupinu með glæsibrag.
Unnur Arna Jónsdóttir, eigandi Hugarfrelsis, mun veita öllum áhugasömum aukin verkfæri til að takast á við áskoranir tengdar skjátíma barna…
Arngunnur Ýr Gylfadóttir myndlistarkona er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2025. Arngunnur Ýr hefur skapað sér gæfuríkan feril til áratuga. Verk hennar…
Tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir geymslusvæðið verður kynnt á kynningarfundi þriðjudaginn 13. maí milli klukkan 16:00-17:30 á Norðurhellu 2 í…
Stóri plokkdagurinn verður haldinn frá morgni til kvölds sunnudaginn 27. apríl.
Söngleikurinn Horfnu ævintýrapersónurnar í uppsetningu 3. bekkjar Áslandsskóla fékk frábærar viðtökur á uppskeruhátíð Menningardaga Áslandsskóla fyrir páska. Þessi árlega menningarhátíð…
Nú er að njóta. Heilsubærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga til að draga djúpt andann um páskana og njóta samveru og útiveru…
Sérstakt horn, sem kallast Réttindahorn og er hilla með bókum sem efla réttindavitund, er nú komið upp á Bókasafni Hafnarfjarðar.…
Sigrún Guðnadóttir, forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar, hefur verið sæmd heiðursorðu Póllands. Orðan er heiðursviðurkenning fyrir þjónustu við pólska samfélagið og Pólverja…