Sundlaugar lokaðar frá og með 5. júní

Fréttir

Sundlaugarnar þrjár í Hafnarfirði verða lokaðar ótímabundið, þar til samningar nást, frá og með miðnætti aðfaranótt mánudagsins 5. júní vegna vinnustöðvunar starfsfólks sundlauganna í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar.

Boðað verkfall er ótímabundið

Sundlaugarnar þrjár í Hafnarfirði verða lokaðar ótímabundið, þar til samningar nást, frá og með miðnætti aðfaranótt mánudagsins 5. júní vegna vinnustöðvunar starfsfólks sundlauganna í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar. Öll starfsemi í sundlaugum fellur niður á meðan verkfall stendur yfir. Verkfallið er ótímabundið og því liggur ekki fyrir hve lengi sundlaugarnar verða lokaðar.

Opið í Ásmegin og GYM heilsu í Ásvallalaug

Vakin er sérstök athygli á því að opið verður alla virka daga frá kl. 9 til 16 í sjúkraþjálfunina Ásmegin og GYM heilsu í Ásvallalaug. Búningsklefar GYM heilsu verða þó lokaðir á meðan verkfalli stendur. Lokað verður í GYM heilsu í Suðurbæjarlaug á meðan verkfalli stendur. Aðgengi verður að DHL póstboxum í anddyri Ásvallalaugar frá kl. 9-16 alla virka daga. Forstöðumaður sundlauganna, Aðalsteinn Hrafnkelsson, er eini starfandi starfsmaður sundstaða Hafnarfjarðarbæjar í verkfallinu. Símanúmer hjá Aðalsteini er 664-5790.

Nýjar upplýsingar verða gefnar út á miðlum bæjarins um leið og þær liggja fyrir.

Ábendingagátt