Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnfirskir sundgarpar hafa synt lengst í landsátakinu Syndum tvö ár í röð. Átakið var sett í 5. sinn í gær.
Syndum – landsátak í sundi var sett í fimmta sinn með formlegum hætti í gær mánudaginn 3. nóvember í Ásvallalauginni okkar. Hafnfirskir sundgarpar stungu sér í laugina við þetta tilefni við lófaklapp.
Sundiðkendur í Hafnarfirði hafa verið mjög duglegir að skrá metrana sína í Syndum síðustu ár. Ásvallalaug var með flesta kílómetra synta bæði 2023 og 2024.
„Þetta er í fimmta sinn sem átakið er sett. Í fyrra syntum við 32.171 km. Við ætlum að toppa það í ár. Þetta eru um það bil 24 hringir í kringum landið sem við erum að synda. Stórkostlegt,“ sagði Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, þegar hann setti átakið.
Syndum er heilsu- og hvatningarátak í sundi sem stendur frá 1.- 30. nóvember. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Átakið er styrkt af Evrópuráðinu (European Commission) undir Íþróttaviku Evrópu.
Valdimar Víðisson bæjarstjóri hélt einnig tölu við setninguna. Hann talaði til krakkanna sem biðu spennt eftir að hefja átakið. Hann sagði sund eina bestu íþrótt sem til er.
„Sund eykur sjálfstraust, styrkir líkama og sál, og gefur fólki á öllum aldri tækifæri til að stunda heilbrigða og góða hreyfingu,“ bendir hann á. Það sé ekki tilviljun að Hafnarfjörður leggi mikið upp úr því að bæta aðstöðu til sundiðkunar.
„Við erum að gefa í. Útisvæði Ásvallalaugar verður stækkað á næstu árum með nýjum laugum og hvíldarsvæðum, og áfram verður unnið að því að gera þessa aðstöðu enn betri bæði fyrir afreksfólk og almenning.“
Hann hvetur Hafnfirðinga til að synda saman, synda fyrir heilsuna og synda fyrir gleðina.
Grunnurinn Hamranesskóla er risinn. Hverfið er að taka á sig fulla mynd eins og myndir ljósmyndarans Ragnars Th. Sigurðssonar fyrir…
Nú má panta samtal við Valdimar Víðisson bæjarstjóra á netinu. Hnappur er kominn á forsíðu vefjar bæjarins.
Lokun gatna á opnunartíma Jólaþorpsins. Í gildi frá 14.nóvember kl.17:00 til 23.desember kl.20:00.
Vegna flugeldasýningar verður Fjarðargata lokuð föstudaginn 21.nóvember milli kl.19:15-19:30.
Valdimar Víðisson bæjarstjóri tók á móti hafnfirska Neyðarkallinum í dag. Hafnarfjarðarbær styrkir Björgunarsveit Hafnarfjarðar með kaupum á Neyðarkallinum.
Tillaga að fjárhagsáætlun 2026 var lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar til fyrri umræðu í dag, miðvikudaginn 5. nóvember 2025.
Já, það verður eitthvað gott í pokahorninu og búast má við að allir sem þangað mæti fái eitthvað fallegt á…
Spennan magnast. Jólaþorpið rís þessa dagana og opnar 14. nóvember. „Hvert einasta ár finnum við nýjar leiðir til að gera…
UPPFÆRT: Hrekkjavakan er á morgun! Veðrið gæti þó spillt fyrir gleðinni. Úrhelli í kortunum. Við hvetjum ykkur til að fylgjast…