Þekkingardagurinn 2025 – Hafnfirsk fyrirtæki opna dyrnar 

Fréttir

Allra fyrsti Þekkingardagur Markaðsstofu Hafnarfjarðar verður haldinn laugardaginn næsta. Fjöldi hafnfirskra fyrirtækja opnar þá dyrnar og býður gestum að gægjast inn og kynnast starfseminni.

Þekkingardagurinn 2025

„Ég er mjög spennt fyrir þessum fyrsta Þekkingardegi,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar, um það þegar fjöldi hafnfirskra fyrirtækja tekur á móti gestum og gangandi á fyrsta Þekkingardeginum sem Markaðsstofan heldur á laugardaginn næsta á milli kl. 11-15.

„Markmiði með deginum er að kynna þau fjölmörgu flottu og frábæru fyrirtæki sem eru með starfsemi hér í Hafnarfirði. Eins listamenn og sjálfstætt starfandi. Þetta er öll flóran, frá þeim sem starfa sjálfstætt og yfir í stærri fyrirtæki,“ leggur hún áherslu á.

Meðal þátttakenda eru:

  • Bjarni Sig sem opnar keramik-vinnustofuna sína
  • Feel Iceland með pop-up á Thorsplani
  • Íshestar bjóða í heimsókn
  • Kvennastyrkur bíður á opna æfingu
  • Herjólfsgufan verður með gusu fyrir gesti
  • Margt fleira er í boði eins og dagskráin sýnir

„Við viljum sýna fjölbreytileikann í atvinnulífinu og hve mörg fyrirtæki eru að gera frábæra og spennandi hluti,“ segir Þóra. „Það er svona gaman að fá tækifæra til að skyggnast á bakvið tjöldin og sjá hvernig fyrirtæki vinna, kynnast eigendunum og fólkinu á bakvið fyrir fyrirtækin.“

Þóra segir flesta viðburði opna öllum en mikilvægt sé að skrá sig til dæmis til að taka þátt í gusunni í Herjólfsgufunni.

„Hver og einn mun finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Þóra Hrund.

Ábendingagátt