Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Árið í ár er það sjötta sem boðið verður upp á skapandi sumarstörf í Hafnarfirði. Afraksturinn síðustu ár hefur vakið eftirtekt. Ungmennin styrkt, þau fá tækifæri til að vinna að listinni, þróa hugmyndir sínar og prófa á bæjarbúum. „Þetta breytti lífi mínu,“ segir Þorbjörg Signý Ágústsson, fyrrum þátttakandi og nú annar umsjónarmanna.
„Það breytti lífinu mína að taka þá í skapandi sumarstörfum. Ég vissi fyrir hver ástíðan mín var; að skapa og myndlist, en fann tilganginn minn, því áður hafði ég aldrei fengið tækifærið að sýna að þetta væri mín braut,“ segir Þorbjörg Signý Ágústsson sem sinnti skapandi sumarstarfi fyrir fjórum árum og er nú annar tveggja leiðbeinanda.
Alls fá ellefu tækifæri í sumar til að vinna skapandi sumarstörf. Einmitt sumarið 2021 ákvað Hafnarfjarðarbær að endurvekja verkefnið “Skapandi sumarstörf” sem hafði verið starfrækt sumarið 2017. Það hefur síðan lifað góðu lífi. Nú verður sjötta sumarið þar sem starfið er í boði.
Þorbjörg lýsir því hvernig hún hafði verið í sjálfskipaðri endurhæfingu þegar tækifærið á skapandi sumarstarfi gafst. „Það gekk ekki vel að halda mér í hefðbundinni vinnu. Tilvonandi best vinkona mín spyr mig hvort ég ætlaði ekki að taka þátt í skapandi sumarstörfum. Tveimur dögum seinna er ég búin að sækja um og fékk.“
Hún gerði innsetningarverkið Höfgar Nauðir, nafn sem kemur úr Völundarkviðu og þýðir þungir hlekkir, og setti upp í Hellisgerði. „Það breytti lífinu mínu að fá að vinna með Klöru Elíasar. Ég fór frá því að vera einangruð í að fá rödd og tilgang fyrir hversdagslífið. Á þessum tíma fór ég frá því að vera hrædd og óörugg í að hafa trú á sjálfri mér. Ég tók 700 skref á hverjum degi í eigin sjálfsöryggi og virkni,“ lýsir hún. Nú sé hún komin hringinn; Full Circle Moment.
„Ég er komin í þessa stöðu að geta tengt við þessa einstaklinga sem nú standa í mínum fyrri sporum, hef fagreynslu en um leið skil ég hvernig þeim líður,“ segir hún. Núna er hún útskrifuð eftir fjarnám frá Menntaskólanum á Tröllaskaga. Málverkin tvö sem sjást bakvið hana eru hluti af seríu sem tilheyra útskriftarverkefni hennar.
En hver mega svo sækja um skapandi sumarstörf? Einstaklingar á aldrinum 18-25 ára. Ungmennin sem sinna skapandi sumarstari er ætlað að glæða bæinn lífi, gera hann skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum og skapandi uppákomum. Verkefnin eru fjölbreytt og höfða til mismunandi aldurshópa og áhugasviða.
Oft vinna tveir til þrír að verkefni saman í þessari sumarvinnu sem tveggja mánaða laun eru greidd fyrir. Já, þetta er starf sem gefur þessum skapandi einstaklingum tækifæri til að vinna við það sem þau vilja lifa fyrir.
Hvað þarf að gera til að landa starfinu? Gera þarf umsókn þar sem verkefninu er lýst. Það getur verið múr fyrir margra og því er hægt að sækja stuðning og fræðslu um slíkt hjá starfsfólki Nýsköpunarsetursins við Lækinn. Oft getur verið erfitt að koma hugmyndum sínum á blað, en takist það gæti starfið beðið eftir þér.
„Ég er rosalega spennt,“ segir Þorbjörg. „Ég held þetta verði æðislegt sumar. Ég hlakka til að kynnast þeim og leggja mitt af mörkum. Sjá hvað þau hafa upp á að bjóða. Það eru ótrúlega spennandi tímar framundan.“
Skapandi sumarstörf er rekin sem hluti af Vinnuskóla Hafnarfjarðar.
Nánari upplýsingar: HÉR
Þorbjörg fyrir utan Nýsköpunarsetrið við Lækinn þar sem skapandi sumarstörf hafa aðsetur nú í sumar. Hún er þar annar tveggja leiðbeinanda.
Sundmót verður Ásvallalaug laugardaginn 22. mars. Mótið stendur allan daginn og er laugin því lokið fyrir almennum heimsóknum þennan stóra…
Alþjóðlegi hamningjudagurinn er í dag. Á Alþjóðlegum degi hamingjunnar 2025 er tilvalið að opna fyrir hugmyndir að viðburðum og verkefnum…
Gullfallegur upplestur ómaði um Víðistaðakirkju í 29. sinn þegar átján nemendur úr 7. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar tóku þátt í Stóru…
„Það skiptir miklu máli sem bæjarstjóri að kynnast starfsstöðvunum formlega og óformlega. Ræða við fólk, skilja andann og starfsemina,“ segir …
Hafnarfjarðarbær býður nú svörin á augabragði með spjallmenninu Auð mávi. Hann styðst við gervigreind og svarar af nákvæmni öllu almennu…
Nýtt hafrannsóknarskip landsmanna Þórunn Þórðardóttir HF 300 stendur nú í höfn Hafnarfjarðar, sinni heimahöfn. Skipið tekur við af skipinu Bjarna…
Börnum og ungmennum með margvíslegan vanda stendur áfram til boða að fara í músíkmeðferð hjá Hljómu. Inga Björk Ingadóttir músíkmeðferðarfræðingur…
67 ára og eldri Hafnfirðingum hefur áfram verið tryggð vatnsleikfimi undir handleiðslu Kristins Magnússonar hjá Ásmegin sjúkraþjálfun tvisvar í viku…
Sveit Fjarðar sigraði á árlegu Þorramóti Fjarðar í boccia sem fram fór um helgina. Að vanda var bæjarstjórnum Hafnarfjarðar, Garðabæjar…
Mikil spenna er fyrir nýja leikskólaum Áshamri. Bæjarstjóri leit eftir framkvæmdunum í vikunni sem eru á áætlun og stefnt á…