Tuttugu hljóta menningarstyrk

Fréttir

Menningarstyrkir voru veittir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í dag.  Tuttugu verkefni í heild hlutu styrk, verkefni sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar listalíf bæjarins.

Menningarstyrkir voru veittir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í dag.  Tuttugu verkefni í heild hlutu styrk að þetta sinni; einstaklingar, menningarhópar eða samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti. Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar eru afhentir einu sinni á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar listalíf bæjarins.

Úthlutun styrkja Hafnarfjarðarbæjar byggir á mati á umsóknum. Menningarviðburðir, listamenn, félagasamtök eða stofnanir sem sækja um styrk verða að tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti. Hér telur t.a.m. föst búseta, að viðburður/verkefni fari fram í Hafnarfirði og/eða að verkefni feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Hafnarfjarðar. Heildarupphæð styrkja eru 4.785.000.-

Hafnarfjarðarbær óskar styrkþegum öllum innilega til hamingju! 

Styrki að þessu sinni hlutu eftirfarandi:

Jórunn Jörundsdóttir Bjartir dagar / opin vinnustofa 60.000 kr.
Ólafur B Ólafsson Söngur í bæ 60.000 kr.
Ragnhildur Steinbach Opin vinnustofa GallerýÝ 60.000 kr.
Karlakór eldri Þrasta Lokaverkefni Karlakórs Eldri Þrasta 2015- 2016  75.000 kr.
Soffía Sæmundsdóttir Pressudagar 3.-5. júní 2016 80.000 kr.
Jóhanna Ósk Valsdóttir Tónleikahald Barbörukórsins í Hafnarfirði 100.000 kr.
Leikhópurinn Lotta Litaland 100.000 kr.
Steinunn Guðnadóttir Hátíð Hamarkotslækjar 150.000 kr.
Ármann Helgason Mozart við kertaljós 150.000 kr.
Halldór Árni Sveinsson Þau byggðu bæinn 150.000 kr.
Brynhildur Auðbjargardóttir Annarleikur 200.000 kr.
Stefán Ómar Jakobsson Liðin tíð – hernámsball í Gúttó 200.000 kr.
Steingrímur E Kristmundsson Kvenhetjan 300.000 kr.
Bryndís Björgvinsdóttir Kvintett á vordögum 300.000 kr.
Halldór Árni Sveinsson Rúna 350.000 kr.
Jón Gunnar Þórðarson LORCA/YERMA 400.000 kr.
Sveinssafn ehf Sýningarnar Knútur bróðir og Steinarnir tala 500.000 kr.
Kristinn Skagfjörð Sæmundsson Heima 2016 500.000 kr.
Íshús Hafnarfjarðar ehf. Sjómannadagshelgin við Flensborgarhöfn 500.000 kr.
Finnbogi Óskarsson Lúðrasveit Hafnarfjarðar 550.000 kr.   
Ábendingagátt