Undanúrslit í Veistu svarið?

Fréttir

Mánudaginn 16. mars fóru fram undanúrslit  í Veistu Svarið, spurningakeppni grunnskóla Hafnarfjarðar.

Mánudaginn 16. mars fóru fram undanúrslit  í Veistu Svarið, spurningakeppni grunnskóla Hafnarfjarðar, annars vegar í félagsmiðstöðinni Öldunni þar sem Öldutúnsskóli mætti Áslandsskóla, og hins vegar í félagsmiðstöðinni Setrinu þar sem Setbergsskóli mætti Lækjarskóla. Svo fór að Setbergsskóli sigraði Lækjarskóla 27-19 og Áslandsskóli vann Öldutúnsskóla 34-21.

Fyrsta umferð fór fram mánudaginn 2. mars. Kepptu þá lið frá öllum sjö grunnskólum Hafnarfjarðar auk Stóru-Vogaskóla. Fjögur lið halda nú áfram keppni, en það eru lið Áslandsskóla, Lækjarskóla, Setbergsskóla og Öldutúnsskóla.

Það er því ljóst að Áslandsskóli og Setbergsskóli muni keppa til úrslita en úrslitaviðureignin mun fara fram þann 10. apríl í Flensborgarskólanum og hefst keppnin kl. 20:00.

Ábendingagátt