Úti-Hamarinn 2023 fer af stað 17. apríl

Fréttir

Úti-Hamarinn er verkefni sem öll á aldrinum 16-25 ára og hafa áhuga á að kynnast útivist, nýju fólki, náttúruperlum í kringum höfuðborgarsvæðið og tærri gleði eru hvött til að taka þátt í. Verkefnið er í umsjón ungennahússins Hamarsins og taka þátttakendur sjálfir þátt í að mótun dagskrár með hugmyndum að útivist, hreyfingu og nýjum stöðum.

Upplifun í útivist og gleði fyrir ungmenni 16-25 ára

Úti-Hamarinn er verkefni sem öll á aldrinum 16-25 ára og hafa áhuga á að kynnast útivist, nýju fólki, náttúruperlum í kringum höfuðborgarsvæðið og tærri gleði eru hvött til að taka þátt í. Verkefnið er í umsjón ungmennahússins Hamarsins og taka þátttakendur sjálfir þátt í að mótun dagskrár með hugmyndum að útivist, hreyfingu og nýjum stöðum. Kynningarfundur verður haldinn í Hamrinum mánudaginn 3. apríl kl. 20.

Hópferð á Helgafell í Hafnarfirði í brakandi blíðu.

Hópferð á Helgafell í Hafnarfirði í brakandi blíðu.

Útivist og náttúran í nágrenninu

Mikilvægasta markmiðið með Úti-Hamrinum er að kynna útivist og náttúruna í nágrenninu fyrir ungu fólki. Enginn kostnaður er við að taka þátt nema þá fatnaður og nesti sem er á ábyrgð þátttakenda. Umsjónarmenn eru Margrét Gauja Magnúsdóttir deildarstjóri ungmennahúsa og leiðsögukona og Stella Björg Kristinsdóttir fagstjóri frístundastarfs og forvarnarfulltrúi. Verkefnið er styrkt af Lýðheilsusjóði og unnið í samstarfi við Flensborgarskóla.

Kynningarfundur mánudaginn 3. apríl

Kynningarfundur verður haldinn í ungmennahúsinu Hamrinum að Suðurgötu 14 í Hafnarfirði mánudaginn 3. apríl kl. 20. Fyrsti útivistarhittingurinn verður mánudaginn 17. apríl, tímasetning og staðarval verður auglýst síðar. Ef spurningar vakna er hægt að setja sig í samband við Möggu Gauju verkefnastjóra í Hamrinum í gegnum netfangið: mgm@hafnarfjordur.is, síma: 664-5551 eða með heimsókn í Hamarinn alla virka daga frá 9-16.

Ábendingagátt