VÆB hvetur til símafrís í sumar

Barnvænt sveitarfélag Fréttir

Troðið var á Thorsplani þegar tónlistarbræðurnir í VÆB mættu á mánudag og skemmtu grunnskólanemendum í Hafnarfirði. Markmiðið var að hvetja til símarfrís í sumar, vera saman í raunheimum og horfast í augu.

Horfumst í augu í allt sumar

Troðið var á Thorsplani þegar tónlistarbræðurnir í VÆB mættu á mánudag og skemmtu grunnskólanemendum í Hafnarfirði. Þriðji bekkur mætti fyrstur og söng inn sumarið undir dyggri stjórn söngkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Svo mættu VÆB-bræður og færðu stuðið, sem var mikið fyrir, upp á næsta stig.

Ljóst er að bræðurnir njóta mikilla hilla, já, það varð kýrskýrt þegar miðstig grunnskóla bæjarins mættu í kjölfar 3. bekkjar og hópuðust á sviðið eftir flutning þeirra á Eurovision-framlaginu okkar þetta árið, Róa.

Símafrí í sumarfríinu

Bræðurnir Matthías Davíð og Hálfdán Matthíassynir voru þó ekki aðeins komnir til að syngja. Tilgangurinn var skýr. Þeir voru á vegum foreldraráðsins og Hafnarfjarðarbæjar að hvetja til símafrís í sumarfríinu.

„Horfumst í augu! Þið vitið hvað það þýðir. Boom,“ segir Hálfdán og lyftir upp einkennandi gleraugunum. „Við ætlum ekki að vera í símanum. Við ætlum að horfa í augun á hvor öðrum,“ segir Hálfdán í myndbandi sem er afrakstur hittingsins. Þeir bræður hvetja til þess að við öll hittum vini og vandamenn og höfum gaman.

„Það er svolítið svoleiðis,“ segir Matthías – sleppum því að vera í síma.“ Hálfdán: „Já, þetta er einfalt. Let´s go.“

Verum góðar fyrirmyndir

Kristín Ólöf Grétarsdóttir í foreldraráði Hafnarfjaðrar birtist í myndbandinu og hvetur okkur öll til að taka þátt og vera góðar fyrirmyndir. „Þetta er samvinnuverkefni okkar allra og við öll verðum að taka þátt. Horfumst í augu. Leggjum frá okkur símana og gerum eitthvað skemmtilegt saman.

 

Horfumst í augu er átaksverkefni foreldraráðsins og Hafnarfjarðarbæjar sem hefur verið í gangi í allan vetur. Tónleikarnir voru einskonar uppskera öfluga starfsins í vetur en átakið Horfumst í augu og Símafrí fékk viðurkenningu landsamtaka foreldrafélaga Heimila og skóla á dögunum. Já, þessi uppskera er virkilega ánægjuleg og mánudagurinn gleymist seint. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis var á staðnum og sýnir fréttin þeirra vel stemninguna á Thorsplani.

 


Já, verum í sambandi auglitis til auglitis og höfum gaman í sumar!

Ábendingagátt