Götulokun – Nýtt stofnræsi skolplagna í nágrenni Hlíðarbergs

Fréttir

Nýtt stofnræsi fyrir skolpkerfi bæjarins verður lagt frá brunni í Klettahlíð, samsíða Hlíðarbergi og í brunn í Stekkjartorgi. Vegna þessa verður Hlíðarberg við Stekkjartorg lokað að hluta til frá 30.júlí til 15.október 2024.

Nýtt stofnræsi fyrir skolpkerfi bæjarins verður lagt frá brunni í Klettahlíð, samsíða Hlíðarbergi og í brunn í Stekkjartorgi. Vegna þessa verður Hlíðarberg við Stekkjartorg lokað að hluta til frá 30.júlí til 15.október 2024. Hjáleið verður útbúin við framkvæmdasvæðið fyrst um sinn, en síðar verður götunni lokað og verður það tilkynnt sérstaklega þegar nær dregur. Áfangi 1 er nú hafinn og íbúar í Mosahlíðinni fá bréf með ítarlegri upplýsingum um framkvæmdirnar í dag.

Yfirlitsmynd

Verkið verður unnið í áföngum frá Stekkjartorgi að Kletthlíð og eru verklok áætluð 15. október 2024.

Helstu verkþættir

  • Mokstur af skurðstæði
  • Klapparlosun
  • Skurðgröftur
  • Undirbúning lagnavinnu
  • lögn skólplagna
  • Söndun og fylling yfir skólplögn
  • Frágangur yfirborðs

Til að minnka frekar ónæði er horft til þess að losa klöpp í skurðinum með sprengingum (sjá lýsingu frá Borgarvirki), en Borgarvirki mun sjá um sprengingar fyrir aðalverktaka verksins Stjörnugarða ehf. Athafnasvæði verður girt af á hverjum stað fyrir sig, og umferð verður stýrt framhjá athafnasvæði með girðingum og merkingum.  Búast má við umtalsverðri umferð með jarðefni til og frá athafnasvæði.

Áfangi 1, 2 og 3

Ábendingar og/eða athugasemdir íbúa

Á meðan á framkvæmdum stendur er ljóst að nágrannar og vegfarendur munu verða fyrir ónæði, vegna þungaflutninga, breytinga á akstursleiðum, hávaða, sprenginga og mögulega rykmyndunar. Hafnarfjarðarbær gerir ríka kröfu til verktaka um að standa faglega að verki og biður íbúa fyrirfram afsökunar á því ónæði sem þeir kunna að verða fyrir vegna framkvæmdanna. Hafi íbúar ábendingar eða athugasemdir vegna framkvæmdarinnar er óskað eftir að þeim sé beint til verktaka, en ávallt er óskað eftir að afrit af samskiptum séu send undirrituðum sem eftirlitsaðilum fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar.

Eftirtaldir aðilar koma að verkinu

  • Verktaki er Stjörnugarðar jarðverktakar ehf. Stjórnandi verksins er Ingólfur Freyr Elmers Ingolfur@stjornugardar.is. Undirverktaki í sprengingum Borgarvirki ehf, sjá bréf frá Borgarvirki.
  • Eftirlit fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar: Strendingur ehf, verkfræðiþjónusta, petur@strendingur.is og johann@strendingur.is

Fyrirfram þakkir fyrir sýndan skilning!

Ábendingagátt