Verum á verði — Holur í malbiki

Fréttir

Snjóa leysir og eftir stendur grátt malbikið. Stundum örlítil hálka en þá má búast við að holur myndist á götum bæjarins. Bæjarstarfsmenn eru á vaktinni og bregðast hratt við. Tilkynnum um staðsetningu hola sem fyrst.

Látum vita af holunum

Bæjarstarfsmenn eru á vaktinni og bregðast hratt við fái þeir tilkynningar um holur í malbiki bæjarins. Þeir eru með viðgerðarmalbik á bílpalli og setja í holur.  Holurnar eru svo lagaðar varanlega eins fljótt og hægt er. Oft ræður veðrið þar för. 

Bendum á holurnar 

Verði bæjarbúar varir við holu í malbiki er vert að tilkynna um staðsetningu holunnar sem fyrst svo sem fæstir verði fyrir barðinu á þeim. Hægt er að senda ábendingu í gegnum ábendingagátt  eða með því að hringja í síma 585 5670.  Utan hefðbundins vinnutíma er bent á neyðarnúmer. 

Tilkynnum ef tjón 

Bæjarstarfsmenn bregðast hratt við og fylla í eða setja merkingar ökumönnum til varnaðar áður en tjón hlýst af. Ef skaðinn er skeður þarf að auki að tilkynna um tjónið til tryggingarfélags bæjarins sem tekur afstöðu til um hvort bærinn sé bótaskyldur eða ekki. Tilkynna um tjón. 

Vakin er athygli á að bærinn telst ekki vera bótaskyldur ef ekki var vitað um holuna. Svo hjálpumst að við að lágmarka tjónið. 

Ábendingagátt