Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
„Börn og unglingar eiga að leysa málin með okkur. Foreldrar eru öryggisnetið og þurfa að standa saman og taka þátt,“ segir Þórunn Þórarinsdóttir sem vinnur að því að fá formlega viðurkenningu á því að Hafnarfjarðarbær sé barnvænt samfélag.
„Það er mikilvægt að hlusta á raddir barnanna þegar við reynum að leysa málin. Það á til að mynda við núna þegar við tökum á svo óhugnanlegu máli eins og vopnaburði í skólunum. Aðkoma þeirra skiptir svo miklu máli. Það gleymist oft að tala beint við börnin og unglingana,“ segir Þórunn Þórarinsdóttir, verkefnastjóri barnvæns sveitarfélags hjá Hafnarfjarðarbæ í Hafnfirskri æsku, blaði Fjarðarfrétta.
„Við erum þorpið og við þurfum að fá allt samfélagið með okkur. Það þýðir að við leysum málin með börnin í okkar liði.“
Þórunn er rétt að sleppa hendinni af aðgerðaráætlun svo Hafnarfjarðarbær geti státað af því að vera sveitarfélag sem vinnur eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í allri stjórnsýslu og starfsemi sinni. Samþykki UNICEF áætlunina og svo bæjarstjórn kemst bærinn í hóp tveggja annarra sveitarfélaga sem þegar vinna eftir samkomulaginu.
„Það felur í sér að sveitarfélagið samþykkir að hafa Barnasáttmálann af leiðarljósi í starfi sínu. Rauði þráðurinn er að stuðla að virkri þátttöku barna í málum sem snerta þau. Það er til mikils að vinna. Þau eru jú framtíðin.“
Þórunn segir að passa verði að tengsl barna og fullorðinna trosni ekki á unglingsárunum. Foreldrar þurfi að vera öryggisnet barna sinna.
„Við þurfum að taka þátt í foreldrarölti þegar beðið er um það. Þannig stækka foreldrar tengslanetið. Við þurfum að skrá okkur sem bekkjafulltrúa, bera umhyggju fyrir vinum barna okkar og hvetja þau öll til að nýta starfið í félagsstöðvunum,“ segir hún.
„Í félagsmiðstöðvunum eru mikilvægir fullorðnir einstaklingar sem þau geta leitað til. Það gerist svo margt á unglingsárunum. Við þekkjum börnin okkar og reynum að rýna í svörin sem þau gefa okkur. Það er ekki alltaf fínt þó að þau segi að allt gangi fínt,“ segir hún og gefur ráð.
„Við þurfum að hafa augun opin og fylgjast með breytingum. Eru breytingar á vinahópnum, aukinn pirringur? Þá þurfum við foreldrar að ræða við skólann og félagsmiðstöðvarnar. Það er svo miklu auðveldara þegar foreldrar tengjast, þeir þekkja kennarana og fólkið sem vinnur í félagsmiðstöðvunum. Þekkja hvernig innviðirnir virka.“
Níu verkefni hlutu styrk í seinni úthlutun menningarstyrkja Hafnarfjarðarbæjar árið 2024. Afhending styrkja fór fram í hinu sögufræga húsi Bungalow…
Styrkir úr sjóði Friðriks og Guðlaugar. Stjórn sjóðs Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki til að…
Loka þarf öllum sundlaugum Hafnarfjarðarbæjar vegna bilunar í Nesjavallavirkjun. Orsök bilunarinnar er óljós en unnið er að greiningu og viðgerð.…
Formaður foreldraráðs Hafnarfjarðar hvetur fleiri foreldra til að vera hluti af lausninni. Þeir þurfi að taka þátt. Um eitt hundrað…
Fjöldi fólks mætti í Bæjarbíói mánudaginn 7. október og kynnti sér tillögu að breyttu aðalskipulagi vegna Coda Terminal verkefnisins. Hægt…
Leiðtogaskólinn var settur í fyrsta sinn í gær. Stefnt er að því að allir stjórnendur sitji skólann og geri þannig…
Sigríður Guðrún Jónsdóttir, dagmamma til 51 árs, stóð á starfsdegi dagforeldra með fangið fullt af blómum eftir ævistarfið sem litaði…
Hjarta Hafnarfjarðar skartar bleikum ljósum í tilefni þess að Bleikur október hefur hafið innreið sína. Hjartað var ekki aðeins skreytt…
Fundarröðin Við erum þorpið hefst 8. október í Bæjarbíói. Hún miðar að því að bregðast við stöðunni í samfélaginu og…
Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í innleiðingu á hugmyndafræðinni um opinn leikskóla á Íslandi. Félagasamtökin Memmm Play hafa starfrækt slíkan leikskóla…