Víðistaðaskóli sigraði skákmót eldri nemenda með glæsibrag

Fréttir

Grunnskólaskákmót Hafnarfjarðar fyrir elstu nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar fór fram miðvikudaginn 10. maí síðastliðinn í Hvaleyrarskóla. Skákmótið var haldið á vegum félagsmiðstöðva í Hafnarfirði með dyggum stuðningi Kiwanisklúbbsins Hraunborgar. Alls tóku 8 grunnskólar þátt í mótinu.

Alls tóku átta grunnskólar þátt í skákmótinu

Grunnskólaskákmót Hafnarfjarðar fyrir elstu nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar fór fram miðvikudaginn 10. maí síðastliðinn í Hvaleyrarskóla. Skákmótið var haldið á vegum félagsmiðstöðva í Hafnarfirði með dyggum stuðningi Kiwanisklúbbsins Hraunborgar. Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák stýrði mótinu ásamt meistara Áskeli Degi. Afar ánægjulegt er að sjá og upplifa beint vaxandi skákáhuga meðal barna og ungmenna í bænum og greinilegt að nokkrir ókrýndir stórmeistarar framtíðarinnar leynast í grunnskólum Hafnarfjarðar. Skáksveit Víðistaðaskóla sigraði skákmótið með glæsibrag. Setbergsskóli hafnaði í öðru sæti og Hvaleyrarskóli í því þriðja. Alls tóku 8 grunnskólar þátt í mótinu.

Hraunborg og Haukar vilja efla skáklíf í Hafnarfirði

Kiwanisklúbburinn Hraunborg í Hafnarfirði stóð að skákmóti 5.-7. bekkja úrvalsskáksveita níu grunnskóla Hafnarfjarðar þann 22. mars síðastliðinn. Eitt af metnaðarfullum markmiðum Hraunborgar er að ýta undir og efla skáklíf í Hafnarfirði og það einkum innan grunnskólanna. Því það að læra að tefla á unga aldri eftir settum skákreglum hefur mikið uppeldisgildi, eykur félagsþroska, skerpir rökhugsun og sjálfsaga og skilninginn á því að mikilvægt sé að taka ábyrgð á gerðum sínum og virða tímamörk, sem allt varðar veginn fram til farsældar, gagns og gleði. Skákdeild Hauka hóf einnig að nýju barnastarf fyrir byrjendur á grunnskólaaldri í byrjun apríl 2023. Kennt var við góðar undirtektir í apríl og maí og hefst kennslan aftur í haust. Kennt er í Íþróttamiðstöð Hauka á Ásvöllum og áhersla lögð á byrjanir, endatöfl og taktík fyrir byrjendur.

Eldri frétt: Grunnskólaskákmót Kiwanisklúbbsins Hraunborgar | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

 

Ábendingagátt