Viðurkenning fyrir nýsköpun

Fréttir

Áfram verkefnið okkar fékk í dag viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.  Til hamingju allir sem komu að þessu flotta verkefni.

Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu voru  afhent í fjórða sinn í dag.  Verðlaunin eru samstarfsverkefni fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands. 

Um 50 verkefni voru tilnefnd til nýsköpunarverðlaunanna í ár. Hafnarfjarðarbær  fékk viðurkenningu fyrir Áfram-verkefnið sem fór af stað í apríl 2014.

Áfram verkefninu er fyrst og fremst ætlað að bæta þjónustu við þá sem þiggja fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélaginu og skapa þeim tækifæri. 

Rannveig Einarsdóttir sviðsstjóri fjölskylduþjónustunnar segir verkefnið  nú þegar hafa skilað miklum árangri.  „ Fjárhagslegur ávinningur hefur verið umtalsverður en fyrst og fremst hefur Áfram skapað einstaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélaginu tækifæri til virkrar þátttöku. Vonandi getur Áfram verið fyrirmynd að breyttri félagslegri þjónustu sveitarfélaga og þessi verðlaun hvetja okkur áfram til góðra verka og styðja við það starf sem við höfum verið að byggja upp „ segir Rannveig.

Nánar um Áfram verkefnið.

Ábendingagátt