Bæjarbrúarnám hafið að nýju

Fréttir

Bæjarbrú er samheiti fyrir nám nemenda í grunnskólum í því að taka framhaldsskólaáfanga meðan þeir eru enn í grunnskóla.  Í vetur verður í boði kennsla í tveimur greinum; stærðfræði og ensku. Um 20 nemendur eru skráðir í stærðfræði og nálægt 30 nemendur í ensku. 

Bæjarbrú er samheiti sem notað er fyrir nám nemenda í grunnskólum í því að taka framhaldsskólaáfanga meðan þeir eru enn í grunnskóla.  Í vetur verður í boði kennsla í tveimur greinum; stærðfræði og ensku. Um 20 nemendur eru skráðir í stærðfræði og nálægt 30 nemendur í ensku. 

Námið fer fram í Flensborg með vikulegum tímum og heimanámi og fylgir að öðru leyti þeim kröfum sem gilda í framhaldsskólanámi. Kennsla í Bæjarbrúnni hófst í síðustu viku og þá var einnig haldinn kynningarfundur í Flensborg um námið fyrir nemendur og foreldra þeirra í Flensborg.  Markmið með Bæjarbrúnni er að gefa áhugasömum nemendum í grunnskóla tækifæri til að taka framhaldsskólaáfanga meðan þeir eru í grunnskóla, að nemendur fái kynningu á því hvernig nám fer fram á framhaldsskólastigi og að áhugasamir geti unnið sér í haginn fyrir áframhaldandi nám. Þeir áfangar sem nemendur ljúka í Bæjarbrúnni eiga að geta nýst í hvaða framhaldsskóla sem er.

Mynd af Flensborgarskóla fengin hér

Ábendingagátt