Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2023

Fréttir

Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 19. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2023. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum sem menningar- og ferðamálanefnd mun hafa til hliðsjónar við val á bæjarlistamanni. Skilafrestur tilnefninga er til 1. febrúar.

Hver verður bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2023?

Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 19. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2023 við hátíðlega athöfn í Hafnarborg. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum sem menningar- og ferðamálanefnd mun hafa til hliðsjónar við val á bæjarlistamanni. Björn Thoroddsen var bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2022.

Skilafrestur tilnefninga er til 1. febrúar 2023

Einungis listamenn með fasta búsetu í Hafnarfirði koma til greina við úthlutun og er miðað við lögheimili síðustu 12 mánuði. Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2023 fær greidda 1,5 milljónir króna. Umsóknum og ábendingum skal skilað á rafrænu eyðublaði á vef Hafnarfjarðarbæjar eða með tölvupósti á menning@hafnarfjordur.is

Tengt efni:

Ábendingagátt