Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
„Maður getur ekki hætt að brosa,“ segir ein aðalleikkona söngleikjarins West Side Story sem nemendur 10. bekkjar Víðistaðaskóla frumsýna á föstudagskvöld – Valentínusardaginn. Aðalleikararnir Kristín Vala, Elín Margrét og Hjörleifur Daði segjast hafa lært mikið af uppsetningunni og eignast marga vini í öðrum 10. bekkingum sem þau áður þekktu ekki vel.
Undirbúningur fyrir uppsetningu söngleiks Víðistaðaskóla West Side Story – Saga úr Vesturbænum er á lokametrunum. Mikil spenna var í íþróttasalnum þar sem sýningin verður og voru 10. bekkingar að í 12 klukkustundir í gær við æfinga og uppsetningu sviðs. Allt er að smella og fimm sýningar framundan, sú fyrsta föstudaginn 14. desember kl. 20.
Kristín Vala, Elín Margrét og Hjörleifur Daði leika aðalhlutverkin og við spyrjum: Er þetta gaman? „Þetta er geggjað,“ svara þau. „Sturlað ferli. Ég gæti ekki mælt meira með þessu,“ bætir Kristín Vala við. Eru þau full tilhlökkunar? „Já, spennan byggist upp,“ bætir hún við.
En hvað með námið? „Það er búið að skipuleggja þemadaga núna í þessari viku þegar frumsýningin verður. Það er því ekkert nám eins og staðan er núna,“ segir hún og Elín Margrét bætir við: „Já, og ekkert námsmat.“ Þau geta því einbeitt sér að verkinu.
Kristín Vala leikur Anítu í verkinu: „Hún er kærasta Bernardós, sem er leiðtoginn.“ Elín Margrét bætir við. „Já, leiðtogi Portó-ríkana, hákarlanna. Svo leik ég Maríu, sem er aðalgellan.“ Þau hlæja. „Já,“ segir Hjörleifur. „Ég leik Tony, sem er aðalgæinn.“ Sagan byggð á Rómeó og Júlíu, leikriti Shakespeare. En þekktu þau leikritið?
„Við vissum ekki neitt hvað West Side Story væri fyrr en okkur var tilkynnt að við værum að fara að setja það upp. Þá hittumst við hér í skólanum og horfðum á myndina saman,“ segir Kristín Vala. Þau hafi strax orðið spennt, lært línurnar og mætt á æfingu.
En hvernig fengu þau hlutverkin? „Við fórum í prufur,“ segir Elín Margrét. „Nilli, Jóhanna og Mirjam völdu svo í hlutverkin,“ bætir Hjörleifur við en þau eru söngstjórinn, danshöfundurinn og leikstjórinn.
En þarf maður að hafa alla þessa hæfileika til að fá aðalhlutverkið? „Nei, alls ekki,“ svara þau í kapp. „Það er nóg að hafa viljann og kjarkinn til að taka þátt,“ segir Kristín Vala.
Þrír 10. bekkir eru í Víðistaðaskóla. Þær í þeim sama, hann í öðrum hinna. Eruð þið þá að kynnast betur núna þegar þið vinnið öll að leikritinu?
„Já, miklu,“ svarar Hjörleifur og þær samsinna. „Við erum öll orðin góðir vinir,“ segir Elín Margrét. Kristín Vala bætir við: „Hér eru krakkar sem ég talaði áður ekkert við sem ég gæti núna ekki hætt að tala við. Það hefur alltaf verið sagt að söngleikurinn dragi allan árganginn saman. Það er rétt.“
En taka allir þátt? „Já, það þurfa allir að taka þátt,“ segir Elín Margrét og þau samsinna. „Já, vinna í sjoppunni, ljós, hár, förðun, sviðsmynd, auglýsingar. Allskonar. Styrkjanefnd. Þótt maður vilji ekki vera á sviði getur maður gert alls kyns.“
Núna kemst fátt að annað en leikritið. En hvað með 10. bekkjarprófin? „Nei, við erum alls ekki að hugsa um þau,“ segir Hjörleifur.
En hvað langar þeim að gera? Í hvaða framhaldsskóla langar þeim að fara? „Ég ætla örugglega í MK,“ segir Hjörleifur. „Ég í Kvennó á náttúrufræðibraut,“ segir Elín Margrét og Kristín Vala slær botninn.
„Mig langar að fara í Versló á listabraut.“ Sýningarnar þar heilli. „Þannig hefur það alltaf verið frá því að ég var lítil. Mig hefur alltaf langað að vera leikkona og fara þá leið.“
En hvað taka þau með sér út í lífið með því að taka þátt í svona leiksýningu? Hjörleifur nefnir að það sé margt. „Hugrekki, standa á sviði fyrir framan alla, sem ég hef gert því ég syng mikið,“ segir hann. Elín Margrét segir að hún hafi aldrei staðið áður á sviði.
„Ég er því sammála með hugrekkið,“ segir hún. Kristín Vala segir Níels hafa kennt þeim svo margt.
„Þetta hefur styrkt sjálfstraust mitt mjög mikið. Ég hef lært betur á sjálfa mig. Ég hef lært mikið af Anítu sem ég leik og því sem hún segir. Ég hef líka lært af félagsskapnum – maður lærir svo mikið af öðrum, að hjálpa hvert öðru á sviðinu. Maður getur ekki hætt að brosa.“
Og nú er komið að okkur að mæta og gera uppskeruna góða. Miðinn kostar 1700 krónur og sýningin er um tvær klukkustundir og korter með hléi. Miðasala er á Tix.
Sýningar eru:
Sjáðu hvað leikstjórinn segir um sýninguna hér.
Sundmót verður Ásvallalaug laugardaginn 22. mars. Mótið stendur allan daginn og er laugin því lokið fyrir almennum heimsóknum þennan stóra…
Alþjóðlegi hamningjudagurinn er í dag. Á Alþjóðlegum degi hamingjunnar 2025 er tilvalið að opna fyrir hugmyndir að viðburðum og verkefnum…
Gullfallegur upplestur ómaði um Víðistaðakirkju í 29. sinn þegar átján nemendur úr 7. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar tóku þátt í Stóru…
„Það skiptir miklu máli sem bæjarstjóri að kynnast starfsstöðvunum formlega og óformlega. Ræða við fólk, skilja andann og starfsemina,“ segir …
Hafnarfjarðarbær býður nú svörin á augabragði með spjallmenninu Auð mávi. Hann styðst við gervigreind og svarar af nákvæmni öllu almennu…
Árið í ár er það sjötta sem boðið verður upp á skapandi sumarstörf í Hafnarfirði. Afraksturinn síðustu ár hefur vakið…
Nýtt hafrannsóknarskip landsmanna Þórunn Þórðardóttir HF 300 stendur nú í höfn Hafnarfjarðar, sinni heimahöfn. Skipið tekur við af skipinu Bjarna…
Börnum og ungmennum með margvíslegan vanda stendur áfram til boða að fara í músíkmeðferð hjá Hljómu. Inga Björk Ingadóttir músíkmeðferðarfræðingur…
67 ára og eldri Hafnfirðingum hefur áfram verið tryggð vatnsleikfimi undir handleiðslu Kristins Magnússonar hjá Ásmegin sjúkraþjálfun tvisvar í viku…
Sveit Fjarðar sigraði á árlegu Þorramóti Fjarðar í boccia sem fram fór um helgina. Að vanda var bæjarstjórnum Hafnarfjarðar, Garðabæjar…