Býttað og selt í Firði

Fréttir

Í kringum tíu krakkar settu sig í gír bókasölumannsins og – konunnar um helgina í Firði. Börnin komu með bækur sem þau hafa sjálf lesið oftar en einu sinni og vildu með þessu endurnýja lager sinn eða eignast smá pening.

Það voru um í kringum tíu krakkar sem settu sig í gír bókasölumannsins og – konunnar um helgina í Verslunarmiðstöðinni Firði. Börnin komu með bækur til sölu og býttis sem þau hafa sjálf lesið oftar en einu sinni og vildu með þessu endurnýja lager sinn eða eignast smá pening m.a. til að safna fyrir nýjum bókum.  Börnin skiptust á bókum auk þess sem viðskiptavinir gerðu sér sérstaka ferð í Fjörðinn til að líta á úrvalið.  

Mikil ánægja með markaðinn

Býttibókamarkaður barnanna var einn af liðum Bóka- og bíóhátíðar barnanna sem haldin var hátíðleg alla síðustu viku með fjölda bíó- og bókatengdra verkefna og viðburða. Markaðnum, sem átti að standa til kl. 15:00 s.l. laugardag, lauk í kringum 14.30 því þá voru flestir búnir að selja sínar bækur eða býtta.  Allir seldu eitthvað, sumir allt og einhverjir sem náðu að skipta öllum sínum bókum. Mikil ánægja var með markaðinn bæði meðal foreldra og barna sem fannst framtakið mjög skemmtilegt. 

 

Ábendingagátt