Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Dreifing á nýjum sorpílátum hófst í Hafnarfirði í morgun og ef allt gengur áætlunum samkvæmt mun dreifingu ljúka á Völlunum föstudaginn 14. júlí. Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar hófst handar við fjölbýlishúsin í Skipalóni. Þrír merktir bílar og 11 starfsmenn af fjölbreyttu þjóðerni munu sjá um dreifingu og endurmerkingu á öllum ílátum sveitarfélagsins næstu daga og vikur.
Dreifing á nýjum sorpílátum hófst í Hafnarfirði í morgun og ef allt gengur áætlunum samkvæmt mun dreifingu ljúka á Völlunum föstudaginn 14. júlí. Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar hófst handar við fjölbýlishúsin í Skipalóni. Öll fjölbýli fá afhent til eignar 240L brún ílát fyrir matarleifar og fjöldi íláta er sérsniðinn að þörfum hvers fjölbýlis. Grátunnur eru endurmerktar fyrir blandaðan úrgang og plast og blátunnur verða endurmerktar fyrir pappír. Þrír merktir bílar og 11 starfsmenn af fjölbreyttu þjóðerni munu sjá um dreifingu og endurmerkingu á öllum ílátum sveitarfélagsins næstu daga og vikur.
Gert er ráð fyrir að dreifing á nýjum ílátum í hverju hverfi taki um það bil eina viku. Þeir íbúar sem eru með símanúmer sitt skráð hjá 1819.is fá send SMS smáskilaboð um afhendinguna.
Sérbýli (ein-, tví- og þríbýli) fá afhent til eignar 240L tvískipt ílát fyrir matarleifar og blandaðan úrgang fyrir hvert fastanúmer, Við sérbýli bætist við ein ný tunna og verður meginreglan þrjár tunnur við hvert sérbýli. Þær tunnur sem fyrir eru verða endurmerktar fyrir plast annarsvegar og pappír hinsvegar.
Samhliða dreifingu á nýjum ílátum munu öll hafnfirsk heimili fá plastkörfu og bréfpoka undir söfnun matarleifa innan heimila. Karfan sér til þess að það lofti um bréfpokann þannig að hann haldist þurr. Bréfpokarnir skipta lykilmáli til að hægt sé að vinna nothæfa moltu úr matarleifunum. Gott viðmið eru þrír dagar per poka áður en hann skilar sér í heild sinni í nýtt ílát undir matarleifar.
Íbúar eru hvattir til að prófa nýtt fyrirkomulag og fjölda tunna í sumar og fram á haustið til að fá sem besta tilfinningu fyrir þörf heimilisins og þá ekki síst að þeirri flokkun sem snýr að pappír og plasti. Sorphirðutíðni mun áfram vera sú sama, á 28 daga fresti fyrir plast og pappír og 14 daga fresti fyrir matarleifar og blandaðan úrgang. Með haustinu þegar dreifingu lýkur verður hægt að kaupa annað tvískipt 240L sorpílát fyrir plast og pappír og skipta út fyrir 240L plastílát og 240L pappírsílát.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 22. nóvember síðastliðinn að veita Sóltúni heilbrigðisþjónustu ehf. vilyrði til eins árs fyrir…
Um níu ára skeið hefur Hafnarfjarðarbær haldið í þá fallegu og góðu hefð að bjóða til veislu í Hásölum til…
Hellisgerði hefur hin síðustu ár ljómað allt árið um kring og þá ekki síst á aðventunni. Mikill metnaður hefur verið…
Rakel Björk Björnsdóttir er söngkona og tónsmiður í hljómsveitinni ÞAU ásamt manninum sínum, Garðari Borgþórssyni. Rakel ljær Hafnarfirði fallega rödd…
Draumur Hörpu Gústavsdóttur um ljósagöngu með góðum hópi á fjallið sitt Helgafell og hjartaljós á toppi Helgafellsins er að verða…
Fjögur verkefni hlutu í dag styrk úr sjóði Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur og voru styrkirnir afhentir með laufléttri athöfn…
Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hélt fund sinn hjá Veðurstofu Íslands í lok síðustu viku. Fundurinn var með aðeins öðruvísi sniði en vanalega…
Glöggir gestir tóku eftir þeirri nýjung á Thorsplani á opnunarhelgi Jólaþorpsins í Hafnarfirði um nýliðna helgi að sett hefur verið…
Jólabærinn Hafnarfjörður heldur í þær fallegu hefðir sem skapast afa í aðdraganda jóla. Ein af þessum fallegu hefðum eru jólaskreytingar…
Hugmyndin með Sorgartrénu í Hellisgerði er að öll þau sem hafa misst ástvin geti sest undir tréð og minnst þeirra…